Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1940, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.01.1940, Blaðsíða 8
Séra Jóhann Bjarnason ■ * t \ * jfcijy Óvænt var sú frétt að séra Jóhann B.jarnason hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu í Selkirk að kvöldi fimtudags- ins 18. janúar. Heill og hraustur hafði hann gengið að verki sínu sem þjónandi prestur Selkirk safnaðar á þessum vetri án þess að nokkur merki væru um veilu í heilsu hans eða kröftum. Þótt hann væri orðinn fullra sjötíu og fjögra ára gamall, gætti ekki ellimarka hjá honum lílcamlega eða andlega. Sunnudaginn síðasta er hann lifði (14. janúar) annaðist hann guðsþjónustu og önnur störf með venjulegu þreki og óskertum kröftum. Þannig liðu einnig síðustu dagarnir að enginn fyrirboði var þeirra umskifta er voru í vændum. Kvöldið síðasta gekk hann eins og oft var hans vandi, yfir i pósthús bæjarins til að afgreiða póstsendingu. Kom hann aftur heim um kl. 9. Enginn var þess vottur að neitt væri að er hann kom inn. Hann gekk frá yfirhöfn sinni og húfu í forstofunni, tók af sér aðra skóhlífina, en hné þá niður og var örendur um leið. Svo skjótlega varð harmur kveð- inn ástmennum hans, kirkju vorri og vestur-íslenzku mann- félagi. Séra Jóhann hafði verið starfandi prestur í kirkjufélagi voru síðan 1908. Hann var vígður á því ári af séra Jóni Bjarnasyni sunnudaginn 17. maí, er var 4. sunnudagur eftir páska. Var þetta næst síðasta prestsvígsla séra Jóns. Hann lét af starfi sem forseti kirkjufélagsins á kirkjuþingi það sumar, en vigði í millitíð séra Runólf Fjeldsted. Mest af prestskapartíð sinni þjónaði séra Jóhann í Nýja íslandi. Var auk þess heimatrúboðsprestur um hríð. Veitti einnig alloft bráðabirgðaþjónustu í Winnipeg og víðar. Síðast rúmt ár var hann starfandi hjá Selkirk söfnuði. Hann átti merkilegan starfsferil sem prestur og embættismaður kirkju- félags vors (skrifari í fimtán ár og meðlimur framkvæmda-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.