Sameiningin - 01.01.1940, Blaðsíða 10
8
Líkræða
flutt í kirkju Selkirksafnaðar við útför sé-ra Jóhanns
Bjarnasonar, miðvikudaginn 24. janúar,
af séra K. K. ólafsijni.
Texti — Hebreabréfið 13:7: — Verið minnugir
leiðtoga, sem Guðs orð hai'a til yðar talað:
virðið fyrir ykkur hvernig æfi þeirra lauk, og
líkið síðan eftir trú þeirra.
IVent veit eg er efst í huga okkar, er vér komum hér
saman í Drottins húsi við þetta tækifæri, að sýna kristilega
hluttekningu ekkju, börnum og sifjaliði öllu vors látna
bróður og mikilsvirta samverkamanns séra .lóhanns Bjarna-
sonar, og í öðru lagi að heiðra minningu hans sem mikil-
hæí's kristins kennimanns, er var oss hjartfólginn í starfi
um langt skeið, sem vér lærðum að meta sem vin og bróður
og söknum nú af heilum hug er hann hefir héðan verið
kvaddur svo skjótlega. Þetta mun eiga algerða samleið
hjá oss flestum, því þeim mun betur sem vér þektum hann,
því betur sem vér kunnum að meta og skilja það, sem fyrir
honum vakti í lífi og starfi, og þeim mun kærari sem hann
var orðinn oss í samvinnu og sameiginlegri baráttu, því
betur ættum vér að geta sett oss inn í tilfinningar og ástæð-
ur þeirra, er honum stóðu næstir og því hafa orðið fyrir
hinum sárasta missi. Að bera hvers annars byrðar og upp-
fylla þannig lögmál Krists, fær þannig hina fylstu merkingu
og sönnustu er vér eigum skilyrði til þess að setja oss sem
bezt hver um sig í annara spor. Við þetta tækifæri veit eg
að almenn hluttekning og samhygð með ástmennum hins
látna er samgróin bróðurlegum skilningi og mati á lífi og
starfi vors kæra samverkamanns, er svo skyndilega hefir
verið kvaddur héðan. Það hvorttveggja skapar andrúmsloft
þessarar stundar.
“Verið minnugir leiðtoga, sem Guðs orð hafa til yðar
talað: virðið fyrir ykkur hvernig æfi þeirra lauk.” —
Hvernig æfi þeirra lauk. Vér vitum að hvað ytri ástæður
og atvik snertir getur verið mikill munur á því hvernig æfi
þeirra lýkur. Þessi orð virðast mér ekki að draga l'jöður
yfir það. En þau benda okkur á að æfilok slikra Drottins