Sameiningin - 01.01.1940, Blaðsíða 12
10
Eg veit að allir þeir, er nutu starfsemi séra Jóhanns,
eru minnugir hans sem leiðtoga er Guðs orð hafi til þeirra
talað. Það rifjast nú margt upp fyrir þeim l'rá þvi liðna,
sem þeir þakka Guði fyrir. Það er viðeigandi og rétt að
vér séum minnugir lífs hans og starfs alveg sérstaklega á
þessari kveðjustund.
Hann var fæddur að Stóru Ásgeirsá í Víðidal í Húna-
vatnssýslu á fslandi 7. desember 1865. Foreldrar hans voru
Bjarni Helgason frá Gröf í Víðidal, og kona hans Helga
Jónasdóttir ættuð úr Eyjafirði. Á öðru ári fluttist hann
með foreldrum sínum að Siðu í Víðidal og fjórum árum
síðar að Hrappsstöðum í sömu sveit, þar sem foreldrar hans
bjuggu mest af sinni búskapartíð. Um fermingaraldur fór
hann frá foreldrum sínum og var mest hjá öðrum upp frá
því þar til hann fór vestur um haf 1890. Sem fulltíða
maður átti hann nú dýrmætan arf ættgengra gáfna og hald-
góðs uppeldis. Eftir að hingað kom og þar til hann varð
prestur dvaldi hann lengst af í Winnipeg, en ferðaðist mikið.
Þannig dvaldi hann á ýmsum stöðum í Bandar.kjunum, svo
Sem í New York, Norður Daltota, San Francisco, Seattle og
Whatcom (nú Bellingham). Fékk hann þannig óvenjulegt.
innsæi í og skilning á hérlendu Hfi og vald og leikni í ensku
máli, sem var með afbrigðum. Prýddi það síðar mjög starf
hans sem kennimanns. Á þessum árum vann hann við öll
algeng störf er buðust, en gaf sig að rakaraiðn um tíma.
Hann tók talsverðan þátt í íslenzkum félagsmálum hér
vestra, svo sem í félagsskap íslenzkra verkamanna og Good
Templara í Winnipeg og í safnaðarmálum. Hann gekk í
Fyrsta lúterska söfnuð 1896.
Gæddur ágætum hæfileikum var Jóhann mjög vel að
sér og víðlesinn í íslenzkum fræðum, og fljótt varð hann
engu síður að sér um amerísk mál og menning. Stálminni
er aldrei brást var honum vöggugjöf, og samfara vakandi
hug og brennandi þekkingarþrá leiddi það til viðtækrar og
haldgóðrar sjálfmentunar, sem oft setur skólamentun í
skuggann. Prívat kenslu naut hann nokkurrar, sótti verzl-
unarmannaslcóla í nokkra mánuði og stundaði nám á mann-
þekkingarskóla einn vetur í New York. Haustið 1901 inn-
ritaðist hann við ríkisháskólann í Seattle, Washington, en
varð að hætta eftir skamma dvöl. Alt þetta bætti í andlegt
bú hans og jók þekkingu lians á lífinu. Á unglingsaldri
hafði hann i hálflangað ti! að verða prestur, en hugsunin
festist ekki við hann. Það er ekki fyr en 1901 að þetta