Sameiningin - 01.05.1940, Side 7
(59
leg lýsing á þvi sem gerðist, eða alt yrði markleysa. Nú
mun þetta fremur htasa við sem sígild frásögn er í dæmi-
söguformi og á líkingamáli útfærir hið tilþrifamikla orð:
“í upphafi skapaði Guð himin og jörð.” önnur dæmi eru
hliðstæð. Að kannast við að sífelt er þörf á þroska í skiln-
ingi á opinberun Guðs, er eykur gildi hennar en rýrir ekki,
fellur inn í þá skoðun er hjá oss ríkir viðvíkjandi Guðs
orði. Afstaða vor hefir mótast af því að vera á verði gegn
öfgum blindrar íhaldssemi og einnig' öfgunr róttækni, sem
ekki kann skil á verðmætum.
Starfslega eigum vér einnig nokkra sérstöðu, þó veiga-
lítil sé okkar viðleitni borin saman við stærri deildir kirkj-
unnar. i engri deild hérlendrar kirkju geta leikmenn eins
látið til sín taka og raun er á hjá oss. Venjulega er ætlast
til að kirkjuþing1 séu skipuð kennimönnum og leikmönnum
í jöfnum hlutföllum. Hjá oss er tala leikmanna margföld
við tölu presta. Sambandskirkjufélagið íslenzka mun í
þessu hafa siglt í okkar kjölfar. Annars ber slíkt ekki við.
Þetta ber ekki að skoða sein marklaust aukaatriði, heldur
sem heilbrigðisvott er ætti skilið að verða til fyrirmyndar
Út á við. Það væri verulegt spor í þá átt að efla kirkjulega
lýðstjórn. Sama gildir um fullkomið jafnrétti karla og
kvenna á kirkjulegum vettvangi. í því efni hefir kirkjufélag
vort verið á undan flestum öðrum kirkjufélögum. —■ Sterk
áhrif eru að verki á öllum sviðum mannlífsins hér í álfu
að móta alt í sama horf, svo öll fjölbreytni hverfi og allir
verði eins. Þetta nær einnig inn á svið kirkjunnar. Félagslegt
fyrirkomulag hefir orðið svo margbreytt og l'lókið, að
h;ettan er, að það skyggi á málefnið fremur en að hefja það.
Ráðið, sem gripið er til, til lækningar flestu, er að stofna
ný félög. Festa menn svo trú sína á að þetta eða hitt fé-
lagið, sem mest ber á í svipinn, sé einkaráð til umbóta.
Ljóst dæmi er Boij Scout hreyfingin, sem nú er mjög hafin
sem úrlausn á uppeldisvandanum í lífi drengja vorra. Þó
ekki beri að efa að ýmsir góðir leiðtogar í þessu telagi hat'i
ágæt áhrif á drengi, er það greinilegt einkum í stórborgum,
að með því að ganga þar inn, hverfa yfirráðin yfir piltun-
um að miklu leyti frá heimilunum og foreldrum. N"i11 það
draga enn þá meira úr skilningi á því, að ekkert getur full-
nægt í stað heimilisáhrifa i uppeldi. — Margt af þessu nær
nú einnig til vor, en yfirleitt hefir þó félagslegt fyrirkomu-
lag hjá oss verið óbrotið. Nú eru margir ágætir menn
kirkjunnar að fá opin augu fyrir því að trúin á félagsum-