Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.05.1940, Qupperneq 9

Sameiningin - 01.05.1940, Qupperneq 9
71 ist var úr þessu bætt. Vil minna á að viðarlcol eru notuð í glóðarkerum til þess að hita á sér hendurnar; aðra upp- hitun notar elcki almenningur. Kom það sér því vel fyrir gamalmenna-heimilið í Tokvo, sem lúterska kirkjan stend- ur fyrir, að keisarafrúin gaf því af nærgætni sinni góðan forða af viðarkolum. Hún hefir oft áður styrkt með gjöfum stofnunina. Stofnunin er sérstaklega í áliti meðal innlendra, og þykir alt fyrirkomulag þar svo gott, að Jap- anar taka það sér til fyrirmyndar vð slíikar stofnanir. En viðvíkjandi erfiðleikunum skal tekið fram, að trúboðar okkar eru ekki að kvarta. Segja að sér sé ekki vandara en öðrum, þó þau þurfi að neita sér um ýmislegt- Viðhorf það, sem á hefir verið minst gerir það, að óhægt er um alt framsóknarstarf, enda verða trúboðarnir að draga sig í hlé. Stjórninni hættir til að líta á þá sem “agenta” annara þjóða. Ekki stafar það samt af neinni lítilsvirðing á kisrtindómi; því öll trúarbrögð, kristindómur- inn þá líka, eru mikils metin þjóðmenningarlega. Sem merki þess má nefna, að sérfræðingar, sem framarlega standa meðal búddista, shintóista og kristinna manna (tel líklegt að þeir séu japanskir), hafa nýlega verið kjörnir til þess að flytja erindi í aðalborgum landsins um siðmenning- argildi trúarbragðanna í því skyni að innræta fólki verð- mæti þeirra að þessu leyti. Hygg eg að standi að einhverju leyti í sambandi við tímamótin þessi í Japan; því búist er við að á þessu ári komist á meira jafnvægi á alla hluti með þjóðinni. Tímamótin stórmerkilegu og hátíðlegu eru þau, að í ár eru 2,(500 ár síðan ríkið var stofnað að tilhlutun og undir umsjón hinnar guðlegu sólardrtoningar, frummóður allra keisaranna. Er ekki ólíklegt að með tilliti til þess hafi hinn nýi helgidagur verið skipaður síðastiðið haust, fyrsti dagurinn í hverjum mánuði. Er hann helgaður augnamiðinu því að ný Asía komist á og er það í samræmi við það, sem leiðtogar þjóðarinnar hafa viljað koma heim- inum til þess að trúa að sé tilgangurinn með stríðinu, sem þeir kölluðu fyrst “Incident,” svo “Emergency,” og nú allra síðast “Holy Work.” Þessi dagur á að vera nokkurs konar sjálfsafneitunardagur eða “föstudagur.” Veitingastofur og nautnahús lol'a að láta ekki í té á honum ýmislegt það, sem annars er hversdagslegt. En lögbönnuð er tóbaks- og vinnautn þennan dag. Skömmu eftir komu Octavíusar og Línu til Ivobe hafði hann altarisgöngu í kirkjunni í Austur-Kobe, þeirri, sem

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.