Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1940, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.05.1940, Blaðsíða 16
78 þjóðin, al-“heiðin” svo að segja, gefið hér al-“kristnum” jjjóðuni ágætt eftirdæmi. —G. G. Tvœr hátíðir Hvítasunnan er kóróna allra hátiða kirkjuársins. Með henni endar fyrri helmingur þess og er þar að finna allar gömlu hátíðirnar. En það er samt ekki orsök þess, sem sagt hefir verið, heldur mikilvægi hennar. Jarðneskt líf Jesú Krists hófst með jólunum. Verk hans er fullkomnað og sigri krýnt á páskunum; en það verk er orðið eign mannanna á hvítasunnudaginn. Á jólunum birtist hið guðdómlega skáld tilverunnar; á páskunum hefir hann samið hið himneska Ijóð sáluhjálparinnar; á hvítasunn- unni hafa hinir fyrstu menn lært það. Mennirnir hafa aneðtekið sannleikann. Hann er ritaður á hjörtu þeirra með leiftrandi ljósi- Að því var miðað frá upphafi. Nú er það orðið að veruleik. Allar kynslóðir jarðarinnar, á öllum öldum, eiga kost á sama hnossinu. Lof sé Guði, sem ekki lét mennina verða úti í myrkri og kulda. Á hvíta- sunnunni sjáum vér hina eftirtektaverðustu mynd þess, að Ijósið lrá Guði lýsir í sálum barna hans hér á jörðunni. Svo er önnur hátíð. Hún er tæpast nefnd í hátíðaskrá kirkjunnar, en hún er í heiðri höfð af mörgu fólki í jjessu landi, og það er ekki mjög fjarri sannleikanum, að kirkjan hafi neyðst til að taka nokkurt tillit til hennar. Það mætti nefna hana mæðradag. Það er orðið að siðvenju í þessu landi að tileinka móðurinni einn sunnudag á ári. Ekkert annað jarðneskt orð snertir eins viðkvæma strengi í hjört- um manna eins og orðið móðir. Það er vegna þess, að í Guðs hendi er hún skapari alls mannlegs lífs á jörðunni. En hún gjörir meira en að skapa lífið: hún umvefur hið unga, veika ósjálfbjarga líf allri þeirri vernd og umönnun, sem unt er fyrir mannlega krafta að veita. Hinir viðkvæm- ustu strengir á jörðu tengja jarðarbörnin við móðurina. Mér virðist því að mæðradagurinn flytji okkur fagra og nytsama hugsun- í þetta sinn bar mæðradaginn upp á hvítasunnuna. Skyldi nokkrum hafa fundist það óheppilegt, að mæðra- daguiinn skyggja á hvítasunnuna? Ekkert má skyggja á hana. Um það megum við ekki vera í neinum vafa. Enginn

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.