Sameiningin - 01.11.1942, Page 5
131
öllum þjóðum. Það er samtengingarafl, sem enginn ófriðui
fær að fullu rofið. Undir því að varðveita það, og efla er
öll framtíðarheill komin. Eg gerði mér von um að eins
og eg var að kanna nýja stigu landafræðislega til aukins
mats á landi mínu og þjóð, eins mundi hin kirkjulega
stefna, sem eg var að sækja, að einhverju leyti gefa mér
nýja sjón á akri kirkjunnar og hlutverki til að hefja það
er fyrir vakir. Eg varð ekki fyrir vonbrigðum hvað þett.a
snertir.
U.L.C.A.
Sameinaða lúterska kirkjan (U.L.C.A.) er tuttugu og
fjögra ára gömul. Hún myndaðist þannig að þrjár lútersk-
ar deildir sameinuðust. Það var einingarstefna, sem þar
réði. Hreyfingin í einingarátt er eitthvert heilbrigðasta
einkenni samtíðarinnar í kristilegu tilliti. Oft áður og
fram á þennan dag hefir borið á þeirri hugsun að eindrægni
kæmist á eftir þeirri leið að ein deild kristninnar gleypti
aðra eða að minsta kosti yfirbugaði hana. Þetta hefir ekki
gefist vel. Venjulega hefir það fjarlægt menn í stað þess
að draga saman. Nú er sú viðleitni fremur að lærast að
leiða hugina saman með því að kynnast og meta það, sem
menn eiga sameiginlegt, í stað þess að einblína á það, sem
aðskilur. Þetta gefst mikið betur. Viturlegast reynist
að snúa sér fyrst að því að greiða fyrir samkomulagi með
þeim, sem næstir eru hver öðrum. Þannig verði ákveðnust
spor tekin til sannrar einingar. Eftir þeirri leið varð Sam-
einaða lúterska kirkjan til og í þeim anda hefir hún áfram
verið samdráttarafl í kristilegu tilliti. Kirkjufélag vort
bar gæfu til þess að hverfa frá einangrunarstefnu og
tengjast samvinnu við þessa heild. Með því sneri það baki
við þeirri stefnu að það sé heilbrigðast að vera fráskilinn
öðrum kristnum mönnum vegna ímyndaðra eða verulegra
yfirburða er maður sjálfur hafi til að bera og halda sig
utan við straum samtíðar kristninnar. “Að þeir allir mættu
vera eitt” er hugsjónin.
Þingmenn vorir og dvalarsiaSir
Fjórir erindrekar frá kirkjufélagi voru sóttu þingið í
Louisville, tveir leikmenn og tveir prestar. Grettir konsúll
Jóhannsson frá Winnipeg og G. J. Oleson lögregludómari
frá Glenboro skipuðu leikmannasessinn, en séra Egill H.