Sameiningin - 01.11.1942, Blaðsíða 6
132
Fáfnis og eg vorum málsvarar kennimannastéttarinnar.
Okkur bar að garði mismunandi, en í Chicago hafði eg hitt
konsúlinn við íslenzka guðsþjónustu, er eg flutti og hann
var svo vænn að sækja. En allir hittumst við ekki saman
fyr en í Louisville. Urðum við þar í nánu nágrenni, þeir
þrír Canadamennirnir í Seelbach gistihöllinni en eg í Henry
Watterson Hotel. Vegna óvissu frarn á síðustu stund um
að geta farið, hafði eg ekki getað trygt mér húsnæði fyrir-
fram eins og hygnum ferðamönnum hæfir og þeir samherj-
ar mínir höfðu gert, heldur varð að treysta á gæfuna eftir
að á staðinn var komið. Gafst það vonum betur. Nafnið
Watterson dróg athygli mína sem nafn hins þjóðkunna
blaðamanns er stofnaði hið víðkunna dagblað Courier-
Journal í Louisville. Er það enn í fremstu röð hinna beztu
blaða í landinu. Er gistihöllin ekki til vansa nafninu,
því það er hinn ákjósanlegasti verustaður. Þingsalurinn
var í Brown Hotel skamt frá, sem var aðal aðsetur þing-
gesta.
Iceland
Ýmsir fundir voru haldnir áður en þingið sjálft hófst.
Fyrst og fremst hélt Luiheran Broiherhood U.L.C.A. stefnu
sína dagana á undan. Meðal smærri funda má telja mót
forseta kirkjufélaganna í U.L.C.A. Áttu þeir ráðstefnu með
starfsfyrirliðum Board of American Missions. Kom eg því
til Louisville á þriðjudag 13. okt., eða degi áður en þingið
hófst. Fyrsta kvöldið lá ekkert ákveðið fyrir mér, og gintist
eg því til að sækja hreyfimynda leikhús. Var myndin
Iceland með Sonja Heinie í aðalhlutverki þar á boðstólum.
Eg var búinn að sjá ummæli um myndina í blöðum og að
Reykvíkingar væru ekki hrifnir af henni, en sjón er ávalt
sögu ríkari. Það er ekki á hverjum degi að maður sér
blasa við sér á hverju torgi ílanna auglýsingar með “Ice-
land” að titli. Myndin er forsmán. Þar er ekki minsti
vottur af sönnum veruleika hvað snertir íslenzka staðhætti
eða líf í sambandi við dvöl setuliðs Bandaríkjanna í land-
inu. Veruleika blæ á þó eflaust skautakonan fræga að
setja á þetta “pródúkt,” því hvers mundu menn fremur
vænta á íslandi en íss. Því er treyst að amerísk alþýða
ekki glöggvi sig á því að ef á skauta skal fara í Reykjavík
verður það að jafnaði að vera eins og hér á Kyrrahafs-
ströndinni, á ís, sem er frystur með nútíðar tækjum véla-