Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1942, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.11.1942, Blaðsíða 10
136 hafa fræg orðið. — Hitt merkisafmælið, sem tilheyrir þessu ári, minnist þess að fyrir hundrað árum hóf Christian Frederick Heyer (venjulega nefndur “Father” Heyer) trú- boðsstarf sitt á Indlandi, en frá honum stafar hið mikla kristna kirkjufélag á Indlandi er nefnist “The Andhra Evangelical Lutheran Church.” Telur það nú 195,656 sálir. Einkunnarorð Heyer “I am ready now” — “eg er til-- búinn nú þegar” — lýsa honum vel og voru svar hans við þörf Indlands og kvöð kirkjunnar. Útbreiðslustarf kirkj- unnar var á þinginu mjög tengt við minningu þessara merku frumherja og hugsjónir þeirra. Á framstafni þing- salsins yfir altari var véggmynd mikil er sýndi landabréf heimsins. Á því miðju var hin óviðjafnanlega Kristsmynd. Thorwaldsens “Komið til mín allir —” en á landabréfið, sem táknaði þörf heimsins, var skráð öðru megin við myndina THE CHURCH MUST BE PLANTED en hinu megin I AM READY NOW. Þessi táknmynd hóf þannig mannlega þörf, kærleiksþel Guðs í Jesú Kristi og lærisveins fúsleikann að vera boðberar. Á þessum staðreyndum vill kirkjan byggja starf sitt. Sérstakt erindi um Muhlenberg flutti Dr. Paul H. Roth frá Northwestern Seminary, en Dr. A. R. Wentz frá Gettysburg Seminary flutti minningarræðu um Heyer. Erindin voru bæði frábær. Tilfinning var fyrir því að nútíminn þyrfti á anda og áhrifum þessara frumherja að halda. Þjóðminning Muhlenbergs Hvað Muhlenberg snertir hefir ekki aðeins lúterska kirkjan heldur einnig Bandaríkjaþjóðin fundið ástæðu til að minnast þess að tvær aldir eru liðnar síðan hann hóf starf sitt í Ameríku. Þjóðþing Bandaríkjanna skipaði fimtán manna nefnd til þess fyrir hönd þjóðarinnar að eiga þátt í aðal hátíðahöldum í sambandi við Muhlenberg af- mælið við Muhlenberg College í Allentown, Pennsylvania er stóð í rúma viku um mánaðamótin maí og júní á liðnu. vori. Roosevelt forseti var heiðursforseti nefndariimar, en báðir þingdeildaforsetarnir Wallace og Rayburn voru einnig til forystu. Aðrir nefndarmenn voru nafnkunnir þjóðleiðtogar í ríki og kirkju. Einnig gaf þingið út virðu- legt minningarrit um Muhlenberg. Tilefnið til þessarar þátttöku þjóðarinnar í þessum hátíðahöldum er ekki langt sótt. Hann sjálfur var áhrifamikill frumherji í lífi kirkju

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.