Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1942, Síða 11

Sameiningin - 01.11.1942, Síða 11
4 137 og þjóðar, og synir hans og afkomendur hafa haldið áfram að gera garðinn frægan. Einn sonur hans, Frederick Augustus Muhlenberg var fyrsti forseti í neðri deild Banda- ríkja þjóðþingsins. Annar, John Peter Gabriel Muhlen- berg, var einn af herforingjum og nánustu vinum George Washingtons. Hann var foringi við Valley Forge, er svo mjög þrengdi að á hörmunga vetri. Peter, eins og hann var venjulega nefndur, var vígður prestur eins og líka Frederick Augustus. Er víðfræg frásögn um hann, er hann að lokinni guðsþjónustu hjá söfnuði sínum varpaði af sér hempunni og stóð albúinn sem herforingi undir. Enn annar sonur, Gotthilf Henry Ernest Muhlenberg var einnig kennimaður, en að auki vísindafrömuður á sviði grasafræði og einn ar fremstu athafnamönnum í mentamálum á fyrstu árum Bandaríkjanna. Hann var fyrsti forseti Franklin College (nú Franklin and Marshall). Frá þessum ættstofni er kominn mesti fjöldi af yfirburðamönnum er mjög hafa komið við sögu. Þrír hafa átt sæti á þjóðþingi Bandaríkj- anna. Þjóð og kirkja hafa fulla ástæðu til að minnast ætt- föðursins, sem svo ríkan þátt átti sjálfur í frumsögu landsins og hefir lagt þjóðlífinu til einn merkasta ameríska ættstofn- inn. Það ætti ekki síður að njóta gengis að afla sér orðstýrs fyrir afkomendur en forfeður. Þingmál og siörf Ekkert verulegt yfirlit yfir þingstörfin er hér hægt að gefa. Skýrslur embættismanna og starfsnefnda mynduðu stóra bók. Var það mjög til fyrirmyndar hve vel var farið með tíma á þinginu. Mörgu var að sinna, en engu var flaustrað í sambandi við áríðandi mál. Stuttar og greini- legar ræður voru oftast fluttar með og móti ef um ágrein- ing var að ræða, og svo gengið til atkvæða. Það heyrði mjög til undantekninga að skvaldui’sseggir, sem hafa unað af að hlýða á sjálfa sig, þó enginn njóti uppbygglngar, kæmust að með langlokur sínar. Eitthvað af þeim virðist 'ætíð með í lestinni á mannlegum þingfundum. Fjárhagur kirkjunnar var í ágætu lagi. En þar sem svo margþætt og atkvæðamikið starf er rekið, er sífeld áframhaldandi þörf á því að söfnuðir, kirkjufélög og einstaklingar, sýni vakandi hug á því að auka fórnaranda og örlæti gagnvart málefnum kristninnar. Þetta þarf kirkjufélag vort að taka til greina. Það hve starfið er víðtækt og fjölbreytt, og nær út yfir

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.