Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1942, Síða 15

Sameiningin - 01.11.1942, Síða 15
141 út úr venjulegu samhengi lífsins og steypir saman aragrúa þeirra í herbúðir. Þessu fylgir mikill vandi, sem ekki er leystur með því einu að annast um líkamlegar þarfir þeirra og heilbrigði. Kirkja vor í Bandaríkjunum og Canada hefir fundið til skyldu að koma hér að liði eftir því sem hún frekast má. Hún vill fylgja hermönnunum með um- hyggju og hjálp, hvar sem leið þeirra liggur. Hún kemur upp stöðvum þar sem heilbrgiðar skemtanir og hugulsöm umhyggja færa þeim dýrmæta vernd fyrir hættum lífs- leiða og spillingar. Margar freistingar verða á leið þeirra og fyrir þá er egnt til gróða. Þeir þurfa á bróðurlegum kristilegum áhrifum að halda, og þetta vill kirkjan veita. Það er vitnisburður herprestanna — og þeir eru um 130 úr U.L.C.A. í Bandaríkjunum og nokkrir í Canada — að engin kirkja hafi gert eins mikið í þessu tilliti og lúterska kirkjan. Þessi þörf hefir líka leitt af sér blessun aukinnar samvinnu. Þá er herleiðing iðnaðarins. Tugir þúsunda flytja sig mánaðarlega í nýtt umhverfi. Margar borgir eru að vaxa svo hratt að vandræði eru með húsnæði og aðrar þarfir. Andlega velferð þessa fólks ber ekki síður að taka tii greina. Það er slitið út úr því umhverfi, sem veitt hefir því skjól, og þarf að mynda ný sambönd og eignast andlegt heimili. Hér er alvarlegt hlutverk fyrir kirkjuna og mikið undir því komið að hún ekki bregðist. Þetta er svo yfir- gripsmikið að á öllu þarf að halda til að sinna því sem bezt. Gott var til þess að finna að á þinginu var þetta vandamál ofarlega á dagsskrá og einbeittur hugur að sjá því borgið. Ýmislegl áður ónefni Þingmenn vorir nutu sín sem bézt. Séra Egill var skipaður í nefnd þá, er fjallaði um ársskýrslu forseta. Grettir Jóhannsson í útnefningarnefnd. Aðal embættismenn allir voru endurkosnir. Ekki var ákveðið hvar næsta þing skyldi haldið. En boð liggur fyrir að halda þingið 1946 í St. Louis. Kirkjufélag vort naut sérstaks athyglis í Courier- Journal, dagblaði því er bezt skýrði frá þinginu í Louisville. Fréttaritari þess merka blaðs gerði boð eftir mér og spurði mig mjög ítarlega um íslendinga og kirkju vora. Árangurinn var ritgerð, sem var vel úr garði gerð með fá- um villum. Vegur það þó tæpast upp á móti vitleysunum í Iceland.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.