Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1931, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.11.1931, Blaðsíða 6
324 Tveir af hundraði Setjum svo, aí5 einhver matSur vilji virÖa fyrir sér dágott sýnishorn af Bandaríkjaþjóöinni eins og hún er í dag. Hann rennir augum yfir hundrað manns, segjum, á borgarstræti, í leik- húsi, eða á fjölmennu móti í einhverjum sveitarbæ. En hvar sem hann kemur á almannafæri, þá vantar alt af einn rnann í hvert hundrað, til þess að hópurinn geti verið nokkurn veginn réttmæt vasaútgáfa af þjóðarheildinni. Maður með slíkt í huga þyrfti i rauninni að telja níutíu og níu í staðinn fyrir hundrað, og ganga aö því sem vísu að hundraðasta manninn vanti, og að það sé maður. sem endilega þyrfti að taka með í reikninginn, et meta skuli þjóö- ina að öllu leyti eins og skylt er. En hver er þá þessi maður, sem ekki lætur sjá sig á almanna færi? Hann fær ekki að vera í hópnum. Yfirvöldin hafa hnept hann í varðhald fyrir lagabrot. Það er að segja, íbúatalan í fang- elsum Bandaríkjanna nemur að meðaltali mjög nærri einum hundr- aðasta af íbúatölu landsins. Einn maður af hverju hundraði er í fangelsi. Þetta eru engar ýkjur, ef treysta má heimildum; það voru 127,940 fangar i dýflissum og betrunarhúsum ríkiasambandsins— stjórnarinnar í Washington— árið sem leið. En sambandsstjórn- in hefir ekki nema litlum hluta fyrir að sjá að öllum lögbrotamál- um landsins. Hávaði þeirra mála er í höndum ríkjanna, eða heyrir til einstökum bæjum og sveitum; og eru því margfalt fleiri fangar í haldi á ríkjafangelsum, í dýflissum bæjanna eða öðrum hegning- arhúsum, heldur en þessar þúsundir, sem miðstjórnin ræður yfir. Töluna getur enginn sett niður nákvæmlega, því að fullkomnar skýrslur eru ekki til ,en sérfræðingar í þessum efnum fullyrða, að vistmenn á þeim stofnunum muni nema alt að miljón, og er þá fangelsislýðurinn yfir ellefu hundruð þúsundir samtals, eða nálægt einum hundraðasta af allri þjóðinni. Heimildin getur þess ekki með berum orðum, hvort hér sé átt við meöal fjölda daglegan í fangelsum landsins, eða við árs-f jöld- ann; það er að segja tölu þeirra allra sem einhvern tíma á árinu hafa setið í fangelsi lengur eða skemur. Þó virðist fyrri skilning- urinn liggja beint við eftir orðunum. En hvort heldur sem er, þá er talan svo gífurlega há, að flestir mundu rengja þennan útreikn-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.