Sameiningin - 01.11.1931, Page 8
326
þessari mega ekki le^Öa hjá sér aÖ íhuga. Hvers konar andlegt
mein er það sérstaklega, sem hér er á ferðum, og hvaÖ getur kirkj-
an gjört, meira en hún hefir verið að gjöra, til að ráða bót á því?
Út í það efni verður ekki farið ítarlega hér; það er vandasamara
en svo, að fram úr því verði ráðið með fáeinum pennasveiflum.
En hér skal aðeins vikið að orðum Lawes fangastjóra í greininni,
sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu. Hann minnist á afstöðu
kirkjunnar og ábyrgð í sambandi við glæpamálin. Tvent er eftir-
tektarvert sérstaklega, sem hann færir kirkjunni til inntekta í
þessu sambandi, svo strangur sem hann j)ó er i hennar garð. Hann
segir, aö þegar útleystir fangar njóti verulegs liðsinnis af hendi
kirkjunnar og haldi sér á hennar vegum, ])á beri það varla við, að
j)eir lendi aftur í fangelsi. Og hitt annað: að þar sem sannur og
lifandi kristindómur sé ráðandi og augljós í heimilislifinu, þar
alist ekki fangaefni upp, að öllum jafnaði. Og þessi maður hefir
athugun og reynslu fyrir sér. Hann veit, um hvaS hann er að tala.
Hér er þá verkahvöt fyrir kristna kirkju. Hér er vitnisburður
um lífskraftinn í erindinu, sem henni var trúað fyrir. Og svo
benda ummæli Lawes á tvö verkefni, sem liggja hendi næst og geta
borið mikinn árangnr og góðan—sé þeim verulega sint— á meðan
hugað er eftir öðrum fleiri. Verið getur að það þyki lítt korna til
vorra kasta í kirkjufélaginu íslenzka, að vera brotlegum mönnum
innan handar, þegar þeir koma úr fangelsi. Þó kemur það stund-
um fyrir að þess konar verkefni eru lögð beint upp i hendurnar
á íslenzkum safnaðarlýð. Og allir getum vér styrkt hérlend félög,
kirkjuleg, sem hafa slik verk með höndum.
Þá er ekki minna vert um lútt verkefnið, sem felst í kristi-
legum áhrifum heimilislífsins. Eru heimili vor yfirleitt nándar
nærri því eins kristin eins og þau gæti auðveldlega verið, bæði að
anda og athöfnum ? Er ekki sá þáttur vors kristna lífs í sýnilegri
afturför? Sé svo, höfum vér þá gjört oss ljósa grein fyrir afleið-
ingunum? Ef sannkristin heimili reynast einhverjar i)estu trygg-
ingarnar fyrir j)ví, að börnin, sem j^aðan koma, fái síðar meir stýrt
hjá j^essari ógæfu, er j)á ekki vel ómaksins vert að leggja meiri
rækt við heimilis-kristindóm heldur en gjört er allvíðast nú á dög-
um ? Segjurn að foreldrar og börn læsi guðspjöllin og önnur biblíu-
rit sameiginlega oftar en gjört er nú; að börnunum væri kendar
fleiri bænir og meiri alúð lögð í það verk; að ofurlítið meiri tíma
væri varið til þess, í heimahúsum, að fara með ])eim vfir sunnu-
dagsskólalexíuna; að þeim væri kent með orði og eftirdæmi, að
skoða reglubundna kirkjugöngu eins og sjálfsagðan hlut; og um-