Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1931, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.11.1931, Blaðsíða 11
329 síns, eÖa sunnudagsskólans, sem þeir einhvern tírna nutu tilsagnar í. Slíkir lausbeislaðir áhangendur kirkjudeildanna í landi þessu eru jafnvel í sumum tilfellum fjölmennari en fullgildir limir þeirra félaga. Lúterska kirkjan, til dæmis, telur eitthvað á þriÖju miljón innritaðra meðlima. En fólkið, sem telur sig lúterskt, þótt það standi hvergi í lúterskum söfnuði, er miklu fleira—ef til vill sex eða sjö miljónir, að sagt er. Þegar því' Lawes fangastjóri talar um þennan mikla sæg af “kirkjumönnum” í Sing Sing, þá hefir hann líklega ekki annað fyrir sér en það, að þe.ir telji sig til einhverrar kirkjudeildar, ef þeir eru spurðir hvar þeir standi trúarlega. En hvað sem því líður, þá er það umhugsunarvert í meira lagi, að svona mikill þorri dæmdra sakamanna vill heldur teljast trúaður en vantrúaður, og kennir sig við einhverja deild kristinnar kirkju. Jafnvel þótt þeir hafi ekki af öðru að segja i trúarefnum en gamalli ættarvenju, lauslegri kynningu við sunnudagsskóla eða einhverju þess háttar, þá er hér um vanhöld að ræða á vegum kirkjunnar. Hún hefir ekki haft nægilega sterk og góð áhrif á þessa menn. Þó fráhvarfið eða sinnuleysið sé sjálfum þeim að kenna, svo sem að sjálfsögðu, þá er kirkjan ekki þar með leyst frá allri ábvrgð í því efni. Henni er einmitt ætlað að leita þeirra, sem hvarfla frá, og styrkja þá, sem veikir eru. Ef henni gengur illa með það verk, þarf hún í Drottins nafni að leita eftir orsökinni og ráða bót á þeim vandkvæðum eftir því sem henni er frekast unt. Og þetta er ennritt þungamiðjan i ummælum Lawes um af- stöðu fanganna við kirkju og kristindóm. Það er ekki vanefnum kristindómsins að kenna, segir hann, hvernig komið er fyrir mönn- um þessum. En kirkjan hefir að einhverju leyti brugðist köllun sinni. Erindið er gullvægt, sem hún flytur, en boðunin hefir farið miður en skyldi. Einkum hefir kirkjunni fatast i að ná til ein- staklinganna, og þeirra helzt, sem verst voru staddir andlega. “Það voru ekki mín orð, að fangarnir væri trúmenn,” segir Lawes, “þeir eru bara kirkjumenn,—það er að segja, þeir hafa sótt kirkju einhversstaðar, eða verið í söfnuði, en það skiftir minstu út af fyrir sig. Þeir eru ekkert nema nöfn á skrá; kristnir menn í orði kveðnu, sem hafa hlýtt á messugjörð eða prédikun af og til hjá einhverjum presti og farið síðan heim og gleymt öllu saman. Vér erum sjálfsagt flestir með því sama marki brendir; og þá ekki sízt þessir lögbrotsmenn. Þeir hafa ekki minstu hug- mynd um eðli eða ágæti kristinnar trúar. Trúin finst þeim vefa eitthvað, sem stendur í sambandi við kirkjur og helgisiði; þeir virðast ekki hafa minsta grun um það, að hún standi í nokkru veru- J

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.