Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1931, Síða 12

Sameiningin - 01.11.1931, Síða 12
330 legu sambandi viÖ hörð og óþjál viÖfangsefni daglegs .lífs. Hér hafa kirkjunni fallist hendur, finst mér. Voldug hefir hún verið í gegn um aldirnar, og nytsörn; ekki neita eg því; en þó hefir kirkjunnar mönnum aldrei tekist—og tekst ekki enn, svo vel sem skvldi—að beita áhrifum sínum á sviði hins raunverulega, daglega lífs, að sporna við ranglæti, að efla siðgæði. Mikið hefir hún gjört bæði fyr og síðar, eg játa það fúslega. En mér finst kirkjan beita sér of mikið við hópinn, við heildina, en of lítið við einstaklinginn. “Hugsum okkur kirkju í stórborg; hún telur, segjum eitt eða tvö þúsund meðlimi. Þeir koma í kirkju einu sinni á viku, þegar bezt lætur, og hlusta á ræðu. En hvernig getur ein ræða mætr þörfum þeirra allra? Sérhver einstakur maður i kirkjunni liefir sín sérstöku vandamál við að fást. Ástæður hans eru að einhverju leyti sérkennilegar, öðru visi en allra hinna. Og kirkjan nær aldrei til þeirra með erindi sitt eins og þyrfti, með því að mæta þeim öllum í einum hópi. Trúarboðskapurinn þarf að koma nær sjálfu mannlífinu, standa i nánara sambandi við óskir, vonir, freistingar þessara einstöku mannssálna, sem kirkjan vill veita lið, ef erindi kirkjunnar á að koma nokkru verulegu til leiðar í því að stemma stigu við lagabrotum.” “En á ekki kirkjan ráð á starfandi félagsskap ýmiskonar, innan vébanda sinna, senr einmitt hefir þetta verk með höndum— sunnudagsskólana, skátafélögin, eða k. f. u. m. ?” sjrurði viðtals- maður. “Satt er það,” sagði Lawes, “og þau vinna ágætt verk, þessi félög. En þau hafa sín afmörkuðu svið og ná ekki lengra. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá ná þau ekki nerna til sérstaks flokks, vissrar tegundar af fólki. Við skulum kalla það nreðallagið; drengina og stúlkurnar, sem eru eins og fólk er flest. En “al- mennilegu” ungmennin—sem eru hvorki betri né verri en alment gjörist—drýgja ekki glæpi. Það eru olnbogabörn mannfélagsins. sem slæðast út á þær brautir; öreigarnir, auðnuleysingjarnir, því að byrðarnar þeirra eru þyngri; og freistingin öíltígri, sem mætir þeim. Blaðadrengur í austurhverfi New York borgar hefir hvorki tíma né fé til að sækja reglulega góðan sunnudagsskóla. Og jafn- vel þó leitað sé eftir drengnum og hann tekinn inn í einhvern kirkjuskóla, sem ekki er opinn nenra einn dag í viku, þá fær kenn- arinn litlu til leiðar komið í samanburði við strætasollinn, sem umkringir þennan sama dreng frá morgni til kvölds á hverjum einasta degi vikuna út. Og skátarnir ? Þeir eru ágætir; eg tek ofan fyrir þeim. Það eru ekki margir skátar í fangelsi. Þeir eru

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.