Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1931, Side 15

Sameiningin - 01.11.1931, Side 15
333 skiputS mönnum úr ýmsum kirkjudeildum væri látin aðstoða hinar löglegu skilyröislausnar-nefndir í hverju ríki, til að tryggja sér- hverjum fanga, sem laus er látinn, eftirlit og umönnun af hálfu kirkjunnar. Það er að segja ef slík hjálparnefnd er J?á vaxin verkinu, sem hún tekur að sér. Þetta væri spor í þá átt að leiða kristnar hugsjónir til öndvegis í mannfélagslífinu. “En nú vil eg benda á annan veg, sem er c-nnþá betri. Vér erum með því marki brendir all-flestir, trúarlega, að vér eyðum of miklum tírna til bænagjörðar viðvíkjandi öðru lífi, en of litlu til uppbyggingar í þessum heimi. Það er ekki nóg að biðja sem svo fyrir einum manni, að hann megi fara til himnaríkis og frelsast frá helvíti. Sönn kristni, sem hjálpa vill manni þeim, verður fyrst og fremst að beina fótum hans á réttan-veg, og ryðja svo steinum úr götu lians. Kristnir menn eiga að vinna að því, til dæmis, að hann fái sæmilegt hús til íbúðar. Leiguhúsamálið er kristindóms- mál að minni hyggju. Ef hreinlætið stendur guðsótta næst (og það hefi eg hevrt), þá er það skylda kristinna nianna, að vera sjálfir hreinir, og að hreinsa heiminn eftir megni í kring um sig. Svín eru óhrein, af því að þau eru höfð í óhreinum húsum. Og óhreinir menn eru óhreinir af sömu ástæðu, oftast. Losist við óhrein heimkynni, troðfulla, kámuga leiguhjalla og þá losist þið við eina undirrót að glæpum. Þið kirkjufólkiö eigið að hefja reglulega krossferð gegn óhollum húsakynnum, ef þið viljið að guðsríkis- hugsjónin verði veruleiki, en ekki eilífur draumur. “Fólki, sem er utan þessara veggja, skjátlast herfilega, þegar það hugsar um glæpamálið aðeins í sambandi við glæpamenn þessa árs—1931. Menn eiga nú þegar að vera farnir að hugsa um það mál í sambandi við glæpamenn ársins 1941. Glæpamenn fæðast ekki. Þeir vaxa, alveg eins og kartöflur eða rósir eða ógresis- jurtir gróa í garðinum hjá þér. Ef skilyrðin eru fyrir hendi, i jarðveginum eða umhverfinu, þá getur þú ræktað vissar tegundir blóma—eða manna. Einhver hefir komist svo að orði um Hamlet, að þar hafi skáldið Shakespeare skapað mann, sem var hæfur fyrir himininn, og fengið honum íbúð í svínastíu. En er það ekki ein- mitt meðferð okkar á mörgum rnanni? Við látum það viðgangast að drengur sé tekinn úr skóla, tólf til sextán ára gamall, og settur til vinnu við skröltandi vélar-bákn; og svo lifir hann við örkuml alla æfi, vitsmunaleg andleg og líkamleg. A^ið leyfum húseigend- um að heimta leigu fyrir bannlýstar íbúðir, sem ekki eru hæfar fyrir hunda. Við sjáum fátæklingum neitað um tækifæri, sjáum þeim með ofbeldi bakað heilsutjón og jafnvel líítjón, sjáum fjár-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.