Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1931, Side 19

Sameiningin - 01.11.1931, Side 19
337 Eg er þeirrar skoðunar aÖ viÖ metum þessa reynslu oft miÖur en skylcli; við missum oft sjónar á þvi, hve auðug við erurn. Ef til vilí eigum viÖ prestarniralveg óviljandi nokkura orsök í því. Dærnin, sem viÖ noturn í kenningum okkar eru oft út úi óvenju- lega styrkri trúarreynslu þess fólks, sem sérstokum trúarþroska hefir náð. Tökum dæmi: Við höfum lesiÖ æfisögu séra Friðriks Friðrikssonar í Reykja- vík, minnumst þess hve óvenjuleg sú truarreynsla er. Ef viÖ berum okkar reynslu saman við hans, virðist okkar eigm reynsla litil og hverfandi. Eða ef við berum okkur saman viÖ mann eins og Sadhu Sundar Singh, er lifði í alveg óvenjulegu sambandi við hið eilífa, veröa áhrifin, næst aðdáuninni í fjarska einmitt sú, að við hálf- örvæntum yfir því hve láfleyg okkar eigin reynsla er, og hve sorg- lega seint leið vor sækist—upp til sigurhæÖa trúarþroskans. Án þess aÖ litilsvirða reynslu liðinnar tíöar eÖa sérstæðra mikilmenna þori eg að fullyrða, að við smælingjarnir, fólk meÖ hversdagslega reynslu—eigum fulla vissu og fagiai minningar um þá lyftistöng, sem guðssamfélagiÖ hefir verið okkur á breytilegri æfileið, þar sem sporin á sandi tímans eru gleymd jafnótt og þau eru stigin. Við höfum einhverntíma staðið á evðimörk ömuilegra freist- inga. Og við höfum staðiÖ ein. Ef til vill vorum við yngri og óreyndari þá, en við nú erum. ’ Við stóðum augliti til auglitis við óvin sálarinnar, óvin eigin hamingju,—sjálfan freistarann. Og freistingin var heillandi, reynsla og mótstöðuafl lítið. En seiðmagn freistinga gagntekur oft huga þess, sem ungur er og litla hefir lífsreynslu öðlast. Hugsið ykkur rnann, sem klifrar í bjarg (fjöll) þar sem að hyldýpi sævar fellur að. Sleppi hann hancltaki, eða fótaskoitin verður, bíður hans ægilegur dauðdagi. (ig í elclvigslu freisting- arinnar vissum við, að ef við féllum frá þvi, sem við vissum að vera rétt, þá gætunr viÖ aldrei biðið þess bætui el til vill hvorki þessa heims né annars. Því þaÖ er djúpur sannleikur í orðum skáldsins er hann kveÖur: “Eitt einasta syndar augnablik oft lengist í eilífðar eymdarstryk, sem iðrun oss vekur og' tar. En rétt þegar þróttur okkar var að dvína; þegar mátturinn var að fjara út—i baráttunni i okkar eigin sál, einmitt þá, öðluð- umst við styrk. Þaö birti af betri clegi í sálunni. Við vissum naumast á hvern hátt, Var það bergmál af bæn látinnar móÖur,

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.