Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1931, Side 28

Sameiningin - 01.11.1931, Side 28
346 kristilegur hlýleikur, kristileg áhrif. Hann leitast viS á allan hátt aÖ vera ljósberi Krists til aÖ flytja geislana hans inn i sem flestar sálir. Til þess ber aÖ nota öll leyfileg meÖul. Yfirmaður þessa trúboðs í Japan fer, í síðustu ársskýrslu sinni, lofsamlegum orðum um starf séra Octavíusar í Kobe. Telur hann að það starf hafi borið sérstaklega blessunarríkan árangur. Fyrir ári síðan voru tveir trúboðar frá Japan, sem þjóna Sameinuðu kirkjunni lútersku í Ameríku, sendir á þing þess kirkjufélags í Milwaukee borg í Wisconsin, til að sýna fram á þarfir lúterska trúboðsins í Japan. Séra Octavíus var annar þeirra, er til þess voru valdir að takast þetta verk á hendur. Héldu þeir félagar ræður um trúboðiö bæði á þinginu og víða annars- staðar. Varð af þvi aukin þekking og áhugi á málinu. Bar erindi þeirra góðan árangur, jafnvel fram yfir vonir þeirra, er fólu þeim þennan starfa. Þau hjónin dvelja hér í álfu hátt upp í árs tima og hverfa svo aftur að starfi sínu í Japan. Blessun Drottins hvili yfir vakningarstarfi þeirra hér í álfu og fylgi þeim enn á ný á hinar f jarlægu stöðvar trúboðsins og gefi ríkulega uppskeru sáningarinnar. R. M. Trúboði kirkjufélagsins Kirkjufélagið lúterska varð 25 ára 1910. Þá var kirkjuþing haldið í Winnipeg. Sunnudaginn 19. júní, að lokinni hátíðarguðs- þjónustunni, gaf sig fram ungur íslendingur, Steingrimur Octavíus Thorláksson, sonur séra N. S. Thorlákssonar, er þá var prestur i Selkirk, Man., til trúboðs meðal heiðingja. Var hann hátíðlega helgaður því starfi. Octavíus var þá tvítugur. Um sex ára skeið stundaði hann nám. Á þeim árunt reyndist kirkjufélagið lúterska honunt hjálparhella. Að loknu nánti, 1916, kvæntist Octavius ungfrú Carolínu Thomas, tók vígslu og lagði af stað til kristniboðs í Japan. Ná- lægt sjö árunt síðar kont hann í orlof til átthaga sinna og clvaldi hérlendis árlangt, ásanit konu og börnum. Heimsótti hann þá flestar stöðvar Islendinga vestan ltafs, en hvarí að loknum þeim hvíldartíma aftur til starfs síns nteðal Japana. Fimtán ár hefir hann starfað þar eystra á ýmsunt stöðuni. Er aðsetur hans nú í borginni Kobe. Nær starf hans yfir stórt svæði. Prédikunarstöðvar heíir hann þrjár. Söfnuðir ltans í

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.