Sameiningin - 01.11.1931, Side 29
347
Kobe telja um ioo þarlenda meÖlimi. Alls heíir hann skírt og
fermt um 200 manns.—
Hin öröugu byrjunarár trúboðsstarfsins eru á enda. Án að-
stoðarmanns getur nú kristniboðinn flutt hinni heiðnu þjóð fagn-
aðarerindi Krists á hennar eigin tungu.
Frá Japan fór séra Octavíus heimleiðis með konu og fjögur
börn, 24. maí, 1931. Fóru ]?au sjóleiðis, sem leið liggur til Ind-
lands. Voru þau fimm vikur á skipsfjöl, komu víða við og hafa
írá mörgu aö segja. Hér verður engin ferðasaga sögð, en einungis
getið nokkurra staða á leið ferðafólksins, er benda á hina breyti-
legu för þess.
í Kína var komið við í Shanghai, þá í Hong Kong, er tilheyrir
Bretum. Til Manila, á Filippusareyjum var og komið og þá til
Singapore, aðal verzlunarborgar í eignum Breta í sundunum inn að
Indlandshafi. Komið var við í Kólumbó, á eynni Ceylon. Þaðan
lá för trúboðanna áfram um Indlandshaf til Rauðahafsins, sem
kunnugt er af frásögum biblíunnar. Þaðan var farið um Súez-
skurðinn til MiðjarSarhafsins. Á þeirri leið var komið við í hinni
fornfrægu höfuðborg Egipta, Kairó, og Alexandríu, verzlunarstað
miklum, er ber nafn Alexanders mikla. Kemur borg sú víða við
sögu fornkristninnar. Þaðan lá leiðin til Neapel (Naples eða
Napoli), sem talin er ein fegursta borgin á ítalíu og svo þjóðleg.
að ítalir segja: "Að sjá Neapel—og deyja svo."—Gegnt Neapel
blasir við Vesúvius. Á þessum stöðvum var ferðafólkið 4 júlí. I
Róm, hinni “heilögu borg" páfans, Páls postula og Thorvaldsens,
staðnæmdist íslenzki ferðamannahópurinn frá Japan og skoöaði
þar helgar stöðvar. í Feneyjum, við norðurhluta Adríahafsins,
var áfangastaður áður en lagt var upp yfir hin heimsfrægu Mundía-
fjöll (Alps), áleiðis til Þýzkalands. Þar voru það einkum stöðvar,
knýttar við sögu Lúters, er trúboðann og fjölskyldu hans fýsti
að sjá. — Frá Berlín til íslands var farið um Kaupmannahöfn.
Þaðan tók ferðafólkið sér far 1. ágúst með Gulifossi og kom til
Reykjavíkur þ. 8 s. m.—Sá trúboSinn þá i fyrsta sinn föðurland
sitt. Daginn eftir prédikaði hann við síðdegis guðsþjónustu í dóm-
kirkjunni á íslenzku.
Á Islandi dvaldi trúboðinn og f jölskylda hans tæjian mánuð,
sem gestir trúboðsfélaga heima. Var ferðast allvíða og utan
Reykjavíkur prédikaði hann í ýmsum kirkjum, og meðal annara á
Hólum. I fylgd með trúboða og f jölskyldu hans var S. Á. Gíslason,
ritstjóri Bjarma og vinur vestur-íslenzkrar kristni. Ritaði hann
mjög vinsamlega grein um séra Octavíus og dvöl hans á Islandi i