Sameiningin - 01.11.1931, Síða 30
348
sept. og okt. blöS Bjarma og er hér, rúmsins vegna hvaÖ Sam.
snertir, vísað til greina þessara í Bjarma.
Mjög dáir trúboÖinn vibtökur Islendinga. Og börn trúboðs-
hjónanna, er þau líta yfir fjölbreytta ferSasögu, hugsa til íslands í
líkingu við jólatré í kirkju.—
Frá Húsavík tók séra O. far til Noregs, sem er móðurjörð
hans. Þá lá förin vestur um haf. Til Winnipeg náÖi trúboðsfjöl-
skyklan 2. nóv. Þar gerir hún ráð fyrir dvalarstað til næsta sumars.
J. A. S.
A víð og dreif
Sunnudaginn þ. 8. þ. m. hélt Concordía söfnu'Öur viÖ Church-
bridge, þrjátíu ára afmæli sitt. Var byrjað klukkan eitt e. h. með
guðsþjónustu. Prédikað var út af orðum í 5 b. Mós. 8;2. Að
lokinni guðsþjónustu kornu rnenn sarnan í samkomuhúsi nálægt
kirkjunni, sem rnenn eiga til fundarhalda og skemtana. Telst
mönnurn að urn tvö hundruð rnanns hafi tekið þátt í athöfn þessari.
Veitingar voru miklar og góðar. Stóð kvenfélag safnaðarins
fyrir því. Ungu stúlkurnar í Bandalaginu gáfu afmælisköku
mikla, Sett var hún 30 kertaljósum og bar nafn safnaðarins í
silfur letri, ásarnt ártali og afmælisdegi safnaðarins.
Björn Þorbergsson las ágrip af sögu Concordía safnaðar.
Einnig var sunginn sálmur eftir hann. Tölur fluttu Jóhannes
Einarsson, Ásmundur Loptson, þingmaður fyrir Saltcoat kjör-
dæmi og Guðbjörg E. Suðf jörð. Öll voru erindi þessi uppbyggileg.
Menn sungu ýmislegt undir stjórn organista safnaðarins, H.
Ó. Loptsonar. Júlíus Scaalrud, sonur hans og félagi skemtu með
hljóðfæraslætti.
Ur gömlum dagbókum
Eftir Séra Sig. S. Christopherson.
V.
Það var sagan af því þegar Elísabet helga ætlaði að gefa
hrauðið, sem varð að blórhum í kjöltu hennar, sem kom mér og
Friðrik í mestu vandræði.
VTið vorurn þá ung og skildum ekki til hlítar það sem við