Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1931, Síða 32

Sameiningin - 01.11.1931, Síða 32
35° Þegar hér var komið sögunni, gat ekki fyrirmynd Elísabetar leiðbeint okkur lengur. Eg veit ekki hvað hún hefði gert, ef einhver hefði viljað hegna henni fyrir að gera öðrum gott. En eg var ekki í neinum efa um hvað gera skyldi, og sagði: “Ó, pabbi! Þetta var alt mér að kenna, mér datt þetta bara í hug. Við færðum gömlu konunni þetta, til þess að gæða börn- unum.” “Þá er hún næst því að vera þjófur, að hafa tekið á móti því,” sagði faðir okkar. “Friðrik og Elsa, heimskingjarnir, skulu fyrir vikið, ekki fá neinn jólamat. Else skal læst inni i herbergi sínu, af því hún skrökvaði.” “Eg var skjálfandi uppi í herbergi mínu, og var að brjóta heilann um það hvernig á því stæði, að það hefði farið svona ólíkt fyrir okkur og Elísabetu, þegar hún vildi gefa. Rétt í því heyrðist hin hljómblíða rödd Úrsulu frænku í stiganum, og innan stundar hélt hún mér í faðminum hlæjandi, og sagði: “Vesalings Else mín litla. Yið megum til með að bíða svo - lítið áður en við förum að| fylgja eftirdæmi okkar heilla dýrlinga. Við verðum að byrja alt öðruvísi. Þaö, til dæmis, dygði aldrei fyrir okkur að ganga til Róma- borgar, með því að hafa fyrir fylgdarlið ellefu hundruð meyjar, eins og Úrsúla helga gerði. Ömmu grunaði hvernig á því stóð, að við rændunt búrið, og Úrsúla kom iðulega; þegar hún frétti urn þetta, vildi hún ekki annað heyra, en að hún sendi okkur jólamat á ný. Við Friðrik héldum að það hlyti að vera að þakka Elísabetu, að við fengum bættan skaðann. En við skildunt, að það þurfti að brúka varfærni, jtegar rnenn vilja gera eigið líf að þeirri fyrirmynd, sem felst í lifi dýrl- inganna. Og að ekki dugir, enn sent kontið er, að hætta sér lengra í þá átt, en það sem tiu boðorðin ákveða. En það er íhugunarvert viðvíkjandi Elísabetu, sem er talin með öðrurn dýrlingum á vanalegan hátt—ínyndin af henni er víða yfir ölturum í kirkjum; góðverk hennar skráð á kirkju- gluggum, uppljómuð, þegar sólin skín á gluggana; skrínin geynta bein hennar; eitt bein hennar ber eg alt af á brjóstinu, nær hjartastað.—Og þó lifði hún og baðst fyrir og átti heima í gamla, skuggalega kastalanum, sem stendur uppi á hæðinni, fyrir ofan heimilið okkar. Og átti iðulega leið um, stræti þessa bæjar. Lík- legast að hún hefði verið sýnileg úr herbergisglugga Friðriks og úr herberginu, þar sem efniviðurinn er geymdur. Fyrir aðeins hundrað árum!

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.