Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1932, Síða 6

Sameiningin - 01.03.1932, Síða 6
68 Staðreyndin er Jesús Kristur. Með honum er það sannað, að líf, sem verið hefir hér á jörðu, getur haldið áfram þó líkami þess fari í gröfina. Er staðreyndin um upprisu Krists óyggjandi? Fyrir upprisu Krists eru tvenskonar sannanir: sögulegar sannanir og reynslu-sannanir. Sagan um upprisu Krists er líklega betur staðfest, en flest önnur atriði í mannkynssögu, sem talin eru óyggjandi. Frásagan var færð í letur af mörgum, sem voru sjónarvottar að viðburð- inum, mönnum, sem sáu Jesúm, töluðu við hann, mötuðust með honum eftir upprisuna. Þeir rituðu hver i sínu lagi, sinn á hverjum stað. Þegar rit þeirra birtust fyrst var fjöldi manns enn á lífi, sem hafði séð Krist bæði í lifandi lífi og eftir upp- risuna, og var því óvit að fara rangt með söguna. Þessi rit kornu þegar á öll aðalból menningar og lærdóms utan lands og innan, og enginn veit til að þar hafi þau verið véfengd. Þá l^arst og frásagan í mæltu máli um land alt og innan fárra mánaða til nærliggjandi landa. Hlenni var hvarvetna trúað. Ofsóknirnar gátu ekki aftrað því, að háir og lágir tækju trú: Grikkir, Rómverjar, Asíuþjóðir, þúsundir fyrst, þá miljónir, og nú meginþorri allra menningarþjóða veraldarinnar. Að ætla það, að samtíðarmenn fyrst og síðan allur mentaður heimur tæki þetta trúanlegt, ef ekki hefði það við annað en hindurvitni aö styðjast, er að gera ráð fyrir því, að mannkynið sé vitskert. Reynslu-sannanirnar koma með vitnisburði ótal manna frá öllutn öldum á þá leið, að þeir sjálfir viti það, að Jesús er á lífi, af því þeir hafi komist í samband við hann, talað við hann, notið aðstoðar hans mörgum sinnum og orðið fyrir miklum helgunar- krafti af honum og fengið í samveru við hann mikinn styrk í daglegu lífi. Eins og konurnar fyrst við upprás sólar á páskadags- morguninn, lærisveinarnir tveir á þjóðveginum: páskadaginn, postulahópurinn í loftsalnum páskakveldið; Pétur, Jakob, og síðar Páll, einslega; postularnir sjö við fiskivatnið, hundruðin fimm á fjallinu, hópurinn út við Betaníu síðast.—svo segja það þúsundir þúsunda, og aldrei jafn margir sem nú i dag, að þeir hafi séð og þreifað á Jesú Kristi og viti það af eigin reynd, að hann er á lífi og er nálægur oss mönnunum eins og hann sagðist verða mundu. Svo samhljóða vitnisburður þúsunda og miljóna myndi gilda til staðfestingar hverri staðreynd, hvar sem á veraldlegu dómþingi væri. Kristnir menn byggja trú sína á staðreynd, þeirri staðreynd.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.