Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1932, Side 26

Sameiningin - 01.03.1932, Side 26
88 kirkjunnar, að setja bæði hina nýju útsýn yfir náttúruna og víðsýn- ina, sem fengist hefir við trúarbragðarannsóknina, i samband við kenning kristindómsins um Guð, og íhuga jafnframt, hvort algengar hugmyndir um Guð sjálfan svari þessari nýju opinberun um sköpun- arstarf lians. Að öðrum kosti getur kirkjan ekki int af hendi hlutverk sitt, að halda áfram starfi höfundar síns á jörðinni, meistarans, sem nefndur var. Hér þarf aftur að grafa niður á upphaflegu 'undirstöðuna. Önnur störf hafa á síðustu tímum skygt á kenningu kirkjunnar. Það hefir verið skortur á fræðslu um fullveldi Guðs í mannlífinu og hver nauð- syn sé að skilja það, að allir þræðir lifs vors séu í hendi hans. Þeim, sem falið hefir verið fræðslustarf kirkjunnar, og þá prestunum fyrst og fremst, er skylt að leiðrétta skakkar hugmyndir i þessum efnum. Á Englandi hófu erkibiskuparnir i Kantaraborg og Jórvík við- leitni i þessa átt í hirðisbréfum sínum 1929, og var máli þeirra vel tekið í hverju biskupsdæmi. Þessi hreyfing, “Endurnýjunarstefnan,” sem svo hefir verið nefnd, hefir einnig komið víðar fram, t. d. i Biskupakirkjunni í Bandaríkjunum, og taka bæði prestar og leikmenn þátt í henni. Á Englandi birtist einnig nú lijá leikmönnum sterk þrá eftir Guði. Vér trúum því, að sinnuleysið sé að hverfa og heit og djúp löngun vakin hjá mönnum til þess að elska Guð af öllum huga. Það er hlutverk kirkjunnar að rétta þessari nýju þrá systurhönd og leiða hana og beina nútímaþekkingunni, sem fengist hefir, að því að snúa hugum manna til Guðs. Vér hverfum nú að því að benda á nokkur þau tækifæri, er kirkj- unni hafa gefist til þess að beina hugsun manna og ástundun í þessa átt. En fyrst vildum vér halda því fram, að míklu meiri áherzla skyldi lögð á hugsanaþroskann eins og eina dygðina í lífi kristins manns. Kristindómsfræðslunni er of oft talið lokið með fermingarundirbún- ingnum. Hver nýr altarisgestur ætti að vita, að fermingin er aðeins upphaf, og að andlegur þroski er kominn undir vaxandi skilningi á sannindum kristindómsins. Námsflokkar og samtalsflok'kar ungra manna og fullorðinna ættu að vera í hverri sókn. Og þeir eru þegar farnir að myndast. En fræðsluskylda kirkjunnar nær einnig út á önnur svið. Hvaða áhrif getum vér liaft á fræðslukerfi, sem vér höfum enga umsjón með, en eigum þó að hafa áhrif á til trúar? Þar eru tækifærin misjöfn i ýmsum löndum. Það mun vera eitt af fyrstu verkefnum allrar kirkj- unnar á komandi árum að finna, hversu þau tækifæri opnast fleiri og fleiri, þar sem samúð er sýnd og þolinmæði, og hvernig þeirra verður bezt nevtt. Það virðist Ijóst, að í öllum hlutum hins enskumælandi heims hallist almenningur meir og meir að þeirri sannfæringu, að upp- eldi án trúar sé ófullnægjandi. Vér verðum einnig varir við viður- kenningu þess, einkum í undirbúningsskólum, að þekkingin á Guði sé lítils virði, viti menn ekki, hvernig þeir eigi að fara að því að nálgast hann. En nú er unnið að því á Englandi, að fræðslan verði veitt sem

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.