Sameiningin - 01.03.1932, Qupperneq 30
92
æfinnar byrjaSi meÖ þrautum og hættum. Því var ætíð þannig
farið í dýrlingasögunum, álfasögum eða öðrum skáldsögum, þegar
rnikið stendur til. Um nóttina heyrðist óhljóðið í storminum,
þegar hann þaut inn á milli trjánna. Það voru ekki hinar breyti-
legu og blíðu sumar raddir, er heyrast stundum i eykarskógi. Það
heyrðust skerandi kveinstafs-raddir og tilbreytingalaus sorgarljóð.
Eg kendi órólegheita, sem eg aldrei hafði orðið var við fyr.
Eg vissi af ræningjaflokkum inni i skóginum. Það heyrðist í f jar-
lægð ýlfur og gjamm í úlfunum. En þaö var ekki hræðsla, sem
raskaði hugsunum mínum; minsta kosti, ekki hræðsla fyrir líkam-
iegum meiðslum. Það komu upp i huga mér sögur af hálfviltum
veiðimönnum, af tryltum glæpamönnum, með illa anda á hælum
sér; sögur, sem féllu í samræmi við æst ímyndunarafl mitt og
Eisu, þegar amma okkar var aö segja okkur þær við arineldinn
heima. Allar þessar sögur gerðu nú sál mína tiifinningalausa og
sinnulausa með þeim áhrifum, sem þær höfðu á mig.
Var ekki líka eg sakfallin skepna? Voru ekki hinir illu andar
í raun og veru of nærri mér? Hvað gat varnað þeim frá því að
hremma mig? Var sá nokkur, á himni eða jörð, sem skipaði sér
við hlið mér? Var leyfilegt fyrir mig að horfa með fullu trausti
til Guðs. Hann elskar þá aðeins, sem eru heilagir. Mátti eg flýja
til Krists?
Hann er dómarinn!
Svo voðalegt sem það er að hlusta á óhljóð hinna ótal fylk-
inga illra anda. Hræðilegra miklu verður það að heyra rödd
dómarans, sem hljómar frá hinu snæhvíta dómarasæti hans.
Syndir mínar tóku nú að rísa mér fyrir hugskotssjónum:
Hirðuleysi um að biðja; ófullkomin meinlætaverk, hálfgerðar
syndajátningar, metnaðarhugsanir, o. fl.
Þessar hugsanir og margar aðrar fyltu hugann. Grunnlaust
undirdjúp sorgar og þjáninga virtist opnast fyrir fótum mér. Eg
þóttist ekki sjá neinn veg út úr þessum hræðilegu ógöngum, frem-
ur en út úr þessum hræðilega skógi.
Eg forðaðist að hugsa; gekk aftur og fram og las upphátt
boðorðin, Maríu-bæn og annara dýrlinga. Virtist þetta hafa frið-
andi áhrif á mig; einkum þegar eg las Faðirvorið og trúarjátning-
una.
Að síðustu fór að morgna. Lá-halla morgungeislarnir smugu
inn á milli grenitrjánna, sem stóðu rauðlituð. Eg hugsaði til
hinnar sætu guðsmóður og las bæn hennar; varð það mér til hug-
svölunar.
Idjjarta mitt varð léttara við það að yfirgefa skuggafylgsni