Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1933, Qupperneq 10

Sameiningin - 01.08.1933, Qupperneq 10
156 þeim árum þegar sál þess er að mótast? Er von að áhuginn fyrir kristindómi, með alt ]>að yfirnáttúrlega, alt það sem ofar er mannlegum skilningi, verði lítill! Þessi ormur étur sig inn í sálir barnanna. Kirkjunni verður að skiljast að henuar bezta vopn í hinni góðu baráttu fyrir Guðs ríki er það að veita barninu nægilega uppfræðslu í kristindómsmál- um ekki á sunnudögum einungis, heldur alla daga vikunnar á skólum ríkisins. Leggja verður eins mikla eða meiri á- herzlu á þau mál sem þó þau séu ofar mannlegum skilningi eru þó mikilvægust í lífinu. Þegar svo er komið má maður vonast eftir að kirkjunni vegni betur og áhuginn verði meiri. En það er ekki einungis að kirkjunni hafi yfirsést í þessu máli, heldur hefir henni gleymst að öðru leyti að hlúa að andlegum þörfum mannanna, og þá sérstaklega barnanna og unglinganna. Menn þeir, sem stóðu fyrir og hrintu af stokkunum siðabótinni á sextándu öldinni vildu gjöra messu- gjörðina eða guðsþjónustuna sem einfaldasta. Einkum kom þetta fram hjá Kalvin og Zwingli. Þeir útrýmdu öllu skrauti úr kirkjunum, jafnvel orgeiinu. Aðal áhei’zlan hjá þeim var lögð á ræðuna. Alt slcraut og messu- form var talið hindra mennina á leit sinni að samfélagi við Guð. Lúter fór vægara í þetta en miðaði þó í sömu átt. Þessi stefna hefir ríkt til þessa dags. En það er staðreynd að menn þrá hið dulræna í mótsetningu við hið hversdagslega. Náttúrlega er hægt að tilbiðja Guð hvar sem er. Það þarf ekkert skraut til þess en samt sem áður er elcki dýrð Guðs innifalin í fátækt musteris hans. Það hefir hann sýnt oss í því hvað yndislegan hann hefir gert hinn sýnilega heim. Að mínu áliti hefir kirkjan ekki lagt nóga áherzlu á “liturgisku” hlið messunnar, nefnilega þá hlið, er lýtur að samstarfi prestsins og safnaðarins. Það æíti að vera aug- ljóst að mönnum tekst ekki ver að nálgast Guð í guðsþjónust- unum þegar þeir taka sem mestan þátt í henni, heldur en þegar presturinn gerir alt og söfnuðurinn hlustar aðeins og horfir á. Menn finna þá meira til nálægðar Guðs, en ef þeir sitja aðgerðarlausir. Þeim fer þá fyrst, er þeir taka þátt í öllu, sem fram fer, að skiljast hvað “samfélag heilagra” þýð- ir. Sálir þeirra fara að finna til þess að þeir eru ekki einir þegar þeir biðja, heldur biðja aðrir með þeim. Eg segi fyrir mig að þess auðugra, sem hið “liturgiska” í guðsþjónustunni er, þess auðveldar veitir mér að finna til nálægðar Guðs. Eg hefi sótt messur til ágætra ræðumanna, þar sem ræðan var

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.