Sameiningin - 01.08.1933, Side 14
160
nemur staðar á miðju leiksviði; hún hefir skrifað blað í
hendi og fer að lesa. Það er ekki inngangsbæn, heldur nafna-
listi—nöfn á leiðandi mönnum, sem sækja samkomur í niust-
erinu. Hiin iýsir blessun yfir þeim upplesna hópi, og kveða
þá við “amen” um allan salinn.
Síðan byrjar athöfnin sjálf. Gjörist nú frúin eins mikil-
virk—segir áhorfandi—eins og átján liðsforingjar í kosn-
ingasennu, lcvöldið á undan kjördegi. Hún talar í hljóðauk-
ana, og síðan í telefón; leiðir söngflokkinn; gefur undirtyll-
um bendingar; flytur prédikun; tekur þátt í söngleik trúar-
legum, sein hún hefir sjált' samið; minnir á, þegar hik verð-
ur; heilsar þeim, sem seint komu inn; skrifar með ritblýi sér
til minnis af og til; hvíslar að sendimönnum. Svo verður
hlé; hljóðfærasveitin spilar og söngflokkurinn syngur:
“Everijbody happy” (“Allir glaðir”), en húsþjónar fara með
bekkjum aftur og taka við offrinu.
Tíðagjörðin stefnir æfinlega að einhverju hámarki; sér-
staklega ræðu, til dæmis, eða þá skírnarathöfn, eða einhverju
öðru. Komið hefir fyrir að þrjú hundruð manns hlutu dýf-
ingar-sldrn sama kvöldið í skírnarkeri' miklu uppi á leiksvið-
inu. En hvað sem haft er um hönd, þá er frúin sjálf eins og
brennidepillinn í öllu saman. Hún virðist búa vfir einhverju
seiðmagni. Allra augu mæna þangað sem hún er; þeir eru
frá sér numdir; sumir, sem næstir eru, reyna jafnvel að
snerta klæðafald hennar. Allur þorrinn ber lotningu fyrir
“systur Aimée” eins og heilögum dýrlingi, og Li'úir á einlægni
hennar og sakleysi hverju sem fram vindur.
Og því verður ekki neitað, að oltið hefir á ýmsu fyrir
henni, þessari Debóru vorra daga. Nafn hennar hefir ekki
ófyrirsynju komist á framsíðurnar.—Aimée er borin og barn-
fædd í Ganada. Hún var við skólanám seytján ára gömul
austur í Ontario, þegar hún kyntist ungum trúboða, Rohert
Semple, sem vakti hana til trúar með kenningu sinni og náði
ástum hennar um leið. Þau krupu á kné og báðust lyrir
þegar festar fóru fram; og fanst henni “stofan fyllast englum,
sem skipuðu sér tveim megin við gullinn og sólbjartan lífsins
veg er lá til konungsborgar; tókum við höndum saman, Roh-
ert og eg, og þræddum þann stig síðan.”
Hún sighli með manni sínum til Kína og misti hann þar
eftir stutta samvist. Þar fæddist dóttir þeirra, Roberta.
Hvarf þá frú Semple heimleiðis aftur og fór til móður sinn-
ar, l'rú Kennedy, sem var í Hjálpræðishernum og komin suð-
ur til Bandaríkja. Þær tóku nú að ferðast saman í erindum