Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1933, Qupperneq 17

Sameiningin - 01.08.1933, Qupperneq 17
163 hrakninga. Sagan þótti því grunsöm. Ríkissóknarinn í Los Angeles tók að sér að rannsaka málið; hann kærði frúna um pretti, en sú sök féll niður. Blaðmenn urðu spurulir. En frúin lét sig ekki. “Þetta er mín saga, og við það situr,” sagði hún, þegar hart var gengið að með spurningarnar.— En “musteris”-menn urðu grátfegnir, allur þorrinn, þegar hún kom lífs heim aftur. Þeir veittu henni tiltrú og lotn- ingu eins og áður. Og eftir það fyrtist yfir Ormistons vand- ræðin. Árið 1930 kom svo annar maður til sögunnar, söngvari og söngvasmiður, David Hutton að nafni. Þeim manni gift- ist hún eftir þriggja mánaða tilhugalíf. Vígslan fór fram í leigðu loftfari um dögunarbil. Fregnríti var þar auðvitað innanborðs, og nú komst nafn frúarinnar enn á fyrstu síðu. Blöðin fluttu sæg af myndum. Brúðhjónin ávörpuðu almenning úr hjónaherberginu, í gegn um útvarpið. Þau föðmuðust og kystust á sjálfum hápalli “musterisins.” Alt var í bezta gengi.— En þá fær brúðguminn tvær stefnur fyrir trúlofunarsvik. Önnur kæran komst fyrir rétt, og var Hutton dæmdur til að horga þeirri heitmey sinni fimm þúsund dali í skaðabætur. “Systur Aimée” varð heldur hverft við þessi tíðindi. Hún lokaði sig inni í nokkurs konar kastala afskektum við Elsinore vatn og varðist allra frétta. Steðjuðu nú óhöppin að, hvert eftir annað. KJreppan mikla var komin til sögunn- ar; tekjur minkuðu, en l'járhagur “musterisins” var ekki sem beztur. Það varð hljóðbært, að Hutton hel'ði reynt að selja “musterið” fyrir miljón dollara, og að stærðar-fjégjafir hefði aldrei komið til skila. Söfnuðir “musteris” ílokksins í fimm öðrum borgum sögðu sig úr sambandinu. Tuttugu menn, sem höfðu safnað fé lil líknarstarfs fyrir “musteris” söfnuð- inn, voru reknir úr vistinni. Hutton sjálfum var hótað burt- rekstri. Þá kemur “systir Aimée” úr útlegð sinni aftur, fer ineð manni sínum í brúðarför, þó seint væri; tekur síðan við stjórn aftur í “musterinu,” með sömu tilþrifum eins og áður. Segir ekki meir af því, fyr en í vetur, að hún ferðaðist á ný til Gyð- ingalands og lystistöðva í Suður-Evrópu, sér til hressingar. En þegar hún var á heimleið, mætir henni sú l'regn, að Hutton sé kominn í dómstólana með skilnaðarmál á hendur konu sinni. Tók frúin því eins og við mátti biiast. Það mál er ekki útkljáð enn, þegar þetta er ritað.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.