Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1924, Qupperneq 16

Sameiningin - 01.02.1924, Qupperneq 16
46 stríð, stríð við sjálfan sig, — við samvizku sína — og strið við þá stefnu, sem afneitar Jesú Kristi, sem guðlegum frelsara mannanna. Verndum börnin okkar fyrir hinurn eitruðu högg- ormstönnum vantrúarinnar; verum ekki sofandi, meðan eitur hennar gerspillir því göfugasta og mildasta í eðli þeirra. A7er- um ekki hugsunarlausir, meðun verið er aö tortryggja Jcsúm við okkur og börn okkar. “Til hvers ættum vér að fara?” Á hverju eigum við að byggja þekkingu okkar á Guðji, og á hverju eigum við að bvggja okkar eilífu von, þegar hann, sem við höfum treyst, er orðinn að ófullkomnum manni? „Ef Kristur er ekki upprisinn er trú yðar fánýt, þér eru'ð þá enn í syndum yðar, og jafnframt einnig þeir glataðir, sem sofnaðir eru i trú á Krist.“ Sneiðum hjá deilum ieins mikið og unt er, og um fram alt deilurn ekki uim smáatriði, en verum einlæg og ákveðin og vak- andi í trú okkar. Trúmáladeilan snýst ekki um neitt aukaatriði, hún snýst um guðdóm drottins vors, Jesú Krists. Berum ekki óvildarhug til nokkurs manns, hverrar trúar, sem hann er, en verum ávalt reiðubúnir að gera grein fyrir trú okkar. Jesús er “Bjargiö aldanna”. Á því bjargi viljum vér standa. A Jesúm viljum við treysta i lífi og dauða. Amen. Eftir Dzvight L,. Moody. Ekkert er raunverulegra í heimi þessum, heldur en freist- ingarnar, og því fyr, sem við' göngum úr skugga um það, því betra. Þegar Kristur var að biðjast fyrir i garðinum Getsemane, og lærisveinarnir voru sofnaðir, þá vakti hann þá upp með þessum orðum. „Vakið og biðjið, til þess að þér fallið ekki í freistni; and- inn er að sönnu reiðubúinn en holdið er veikt." Holdið er veikt. Er nokkur maður til á jörðu, sem þorir að rengja þá staðhæfingu? Er nokkuð viéikara undir sólunni, heldur enn mannsholdið? Andinn er reiðubúinn. Flestir vilja gjöra það, sem rétt er; og halda að þeir muni gera það, þegar á reynir. Segið þeim, að þeir muni eitthvað1 ei’nstakt aðhaf- ast innan tólf mánaða, og þá munu þeir svara, eins og konung-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.