Sameiningin - 01.02.1924, Síða 13
43
ttm ekki kenningum hans, fremur en okkur sýnist. Fáir þora
aö vísu aö bera Ibrigöur á, aö hann hafi kent hinn besta siöa-
lærdóm, því að siðferði'shreinleiki hans er svo auðsær. En menn
nota hina aðferðina: að hártoga orð hans og bera brigöur á að
hann hafi' talað þau.—
En þá spyrja þeir, sem trúa: Hversvegna trúðu lærisveinar
hans á hann, þeir, sem alt af voru með honum, allir nema
Júdas—? Þeir trúðu á hann vegna þess, sem þeir höfðu heyrt
og séð. Það var ekki hægt að flækja þá með neinum blekking-
um og vífilengjum; þeir vissu og vitnuðu um, að hann væri
Kristur sonur hins li’fanda Guðs.
Eg vil í dag, í eins mikilli alvöru og með (éins ákveðnum
orðum eins og eg hefi ráð á, beina því að ykkur öllum að hugsa
vel um það, hvað þig eigiS að gera við Jesúm, og ákveða það
með eins miklu sannfæringarafli og þið eigið til. — Það er ekki
unt fyrir mig að breyta hugsun ykkar á Jesú, síst á einu augna-
bliki. Eg er aðeins einn af hinum minstu þjónum Jesú. Það er
Jesús sjálfur, sem þið eigið við, en ekki eg. Þiö getið dæmt
mig, þið getið dæmt oið mín, eins og ykkur sýnist, en þið kom-
ist ekki hjá því að gera upp reikninga ykkar við Jesúm. Það
er hjarta ykkar, samviska vkkar, sem aldrei fær frið, nema þið
gerið eitthvað við Jesúm, segið annaðhvort nei eða já
við hann: meðtakið hann, sem frelsara ykkar, eða hafnið hon-
um algerléga.
Þið fyrirgefið mér, þótt eg tali svo ákveðið, eins og eg ætti
von á ,að þið hefðuð ekki meðtekið Jesúm sem frelsara ykkar.
Eg get ekki rannsakað hjörtun; — Guð einn getur rannsakað
hjörtun—en eg veit aðeins, hversu okkar allra er freistað til
að afneita guðdómi Jesú, og eg veit hversu áríðandi það er
fyrir okkur að vera ekki hálfvolg í trúnni á frelsara okkar.
Jesús hefir gerbreytt heiminum með kenningu sinni. Alt
hið' æðsta andlega líf mestu menningarþjóða heimsins hefir
snúist um persónu Jesú hátt á nítjándu öld. Um allar þessar
aldir hefir Jesús yeitt óteljandi miljónum andlegan frið og'
heilaga gleði. Hann hefir verið mæðrum okkar og feðrum hin
æðsta huggun og von á mörgum umliðnum öldum. Feður okkar
og mæður hafa bygt á honum sína eilífu velférð, og hann hefir
verið þeim hin styrkasta stoð i lífsbaráttu þeirra. Er það þá
ekki hyggilegt fyrir okkur að gera okkur far um að ákveða
afstöðu okkar við hann?
Eða er Jesús oröinn úreltur? Er hann búinn að enda ætlun-
arverk sitt? — Er Jesús að minka, en við að stækka svo mikið,
að við þurfum hans ekki framar við? Á trúin á guðdóm Jesú