Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1924, Síða 30

Sameiningin - 01.02.1924, Síða 30
GQ því að hann er sjálfur með; og endalokin eru eilíft lif; en leið- in liggur ekki alt af um sléttar grundir. Þetta vill Jesús að viS tökum með í reikninginn, um leið og við göngum í fylgd með honum, til þess að við helgum honum líf okkar með fullri vitund og af einlægum vilja. (Les: Lúk. 14, 25-35. Sbr. Mark. 8, 34- 37-; Post. 14, 22; Róm. 8, 17, o.s.frv. En Jesús amaðist þó auðvitað ekki við neinum manni fyrir það, þótt ístöðulítill væri eða ófullkominn. Hann gjörði sér einmitt far um, að hjálpa brotlegu fólki, sem aðrir fyrirlitu; tók því að sér bersynduga, sem svo voru kallaðir. Þetta var eðli- legt. þar sem Jesús Kristur er í heiminn kominn til að frelsa synduga menn (Lúk. 19, 10; 1. Tím. 1, 15J, en það erum við allir (Róm. 3, 23J. —■ Á þessu hneyksluðust Farísearnir. Hver heiðarlegur maður átti að forðast tollheimtumenn og bersynd- uga, fanst þeim, til þess að saurgast ekki. Að Guð léti sér um- ■hugað um önnur eins afhrök mannfélagsins, það konr þeim aldr- ei til hugar. Þá segir Jesús þeim dæmisögurnar tvær, um tap- aða sauðinn og týnda peninginn, til að sýna þeirn, að Guði væri einmitt enginn hlutur þóknanlegri, heldur en viðreisn og frels- un syndaranna (Lúk. 15, 1-10). Plér í liggja mikilvægir lærdómar. Fyrst og fremst ber okkur að þakka Guði fyrir miskunn hans, og láta hana leiða okkur til iðrunar. Og í annan stað eigum við að líkjast Jesú Kristi, fremur en Faríseanum, ef við viljum vera lærisveinar hans. Auðvitað þarf kristinn maður að varðveita sjálfan sig óflekkaðan af heiminum fjak. 27J. En það er ekki nema byrj- unaratriði. Ef við komumst ekki lengra, þá tökurn við Faríse- um litið franr í réttlæti. (Sbr. iMatt. 5, 20). Aðal-verk læri- sveinsins er ekki það, að hugsa um sína eigin sál — sem þegar er frelsuð—, heldur að liðsinna öðrum, styðja þá, sem veikir eru, hjálpa þeim á fætur, sem hafa hrasað, og boða i orði og verki náðarboðskap Jesú Krists. Ef við gjörum það, þá gleðj- ast himnarnir yfir breytni okkar. fSbr. Jak. 5, ipn.; 1. Þess. 5, 14; Gal. 6, inj. Svo segir Jesús þriðju dæmisöguna, sem er texti lexíunn- ar. Það er sagan mikla um týnda soninn. Þungamiðjan er hér auðvitað sú sama eins og í hinurn fyrri: frelsandi kærleik- ur Drottins, sem ekki vill dauða syndugs manns. En efnið er víðtækara. Hér er í raun og veru rakinn ferill syndugs manns, frá þvi er hann villist burt frá Guði og þangað til hann kemur heim aftur. Það er eins og Jesús vilji með sem allra ljósustu dærni sýna okkur, að syndin er ógæfuvegur bæði fyrst og síð- ast, og ekki síður fyrir þvi, þótt við eigunr kost á náðinni. Kær- leika föðursins er lýst á þá leið, að lýsingin gefur okkur sterka ástæðu til afturhvarfs, en alls enga til fráhvarfs. Sagan sýnir okkur, að þegar við lifum með Guði, þá erum við heima. Þar

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.