Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1926, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.02.1926, Blaðsíða 13
43 hafa algeríega tapað s'jón á réttlætinu. Ekki er því furða þó lítils vandlætis gæti í almenningsáiitinu. Öllum alvarlega hugsandi mönnum er að verða ljóst að hér þarf rönd við aÖ reisa. Til þess þarf ekki að uppræta mannúÖ eSa skilning og fyrirgefningarhug, heldur að hefja að nýju heil- ibrigt kristilegt vandlæti, sem ekki gleymir mætti kærleika og fyr- irgefningar. En þaÖ á ekkert skilt viÖ aÖ gera hrærigraut úr góÖui og illu, svo enginn get} áttaö sig. Það er sitthvaÖ að sýna mannúö og kærleika hinum seka, og láta sér ant um aö hann fái orðiö að nýjum og betri manni, eða að gera 'helst ekkert úr brotunum. K. K. Ó. Fyrirbœnir Moniku helgu. EFTIR IVY BOLTON. Séra Síg. Ólafsson býddi. Sólin var aö hníga aS ægi blám. Andvari kvöldsins harst með bárunum utan af hafinu, aö ströndum Norður-Afríku. Þaö var undur fagurt kvöld, en manneskjurnar tvær, sem stóöu á ströndinni, tóku naumast eftir feguröinni, né veittu eftirtekt þeim undra-mynd- um, sem sólsetrið var að mála á kvöldskýin, viö lát dagsins. Mcn- ika, ekkja Patrikusar, var aö kveðja Ágústínus, einkason sinn. Þau stóðu nú á brautamótunum, sem bíða allra mæöra, er börnin þeirra þroskast. Og móðirin var að biðja son sinn meö grátandi tárum, að yfirgefa sig ekki. yEfiferill þessarar móður, haföi verið þyrnum stráður lengst af. Patrikus, maður hennar, hafði virt að vettugi það, sem henni var allra kærast, trú hennar',á Drottin. Að sönnu hafði maður hennar leyft henni að fara leiðar sinnar og trúa því, er henni sýndisit, en hann hafði krafist og notið sömu, réttinda sjálfur. Yfir öllu þessu hafði hún felt höfug tár. — En sárast af öllu var að vita um breyt- inguna, sem sýnilega var að verða í hjarta sonar hennar. Ávalt hafði hann verið gjarn til að ifara leiðar sinnar, hvað sem hún eða aðrir sögðu; marga andvökunótt hafði hún átt hans vegna. Og nú nýlega hafði hann, þvert ofan í vilja hennar, gengið í félag Manikeu- manna, og tekið trú þeirra. Það' var í hennar augum réttnefnd villutrú. Ást á Ágústínusi og ótti fyrir framtíð 'hans, börðust um yfirvöld i sálu hennar ,og lömuðu þrek hennar og kjark. — Nú fanst henni, að hún vera þess vís, að sonur hennar hefði i hyggju að fara burt úr hinni kæru Kartagóborg. í leit eftir ævintýrum og frægð — eitthvað út á hættulegar brautir 'heimsins — líklegast til Rómaborg- ar. — Það var' ekki' síngjörn móðurást, sem knúði hana til að biðja hann, grátbæna hann, að fara ekki burtu. Hún óttaðist framtíð hins

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.