Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1926, Síða 25

Sameiningin - 01.02.1926, Síða 25
55 þeirra eru frá Austurlöndum, og þaðan er þeim kominn höggorm- urinn í merkiö. En fyrir þeim er höggormurinn tákn spekinnar og aö því, er, mér hefir verið sagt af fróðum mönnum í þeim efnum, þá er höggormurinn víöa i átrúnaði Austurlandaþjóða ímynd vits- muna, ýmist undirförullar slægðar eða göfugrar speki. Og í nýja testamentinu kynnumst við höggorminum í ummælum spámannsins frá Nazaret, sem tákn vitsmunanna. Jafnframt því, sem hann brýnir fyrir lærisveinum sínum, aö þeir skuli vera saklausir sem dúfur, þá áminnir hann þá um, að þeir skuli vera slægir sem högg- ormar. Engum hefir vist komið í hug að halda þvi fram, aö þar þýddi höggormur sama og myrkrahöfðingi. Það er greinilegt, að verið er að brýna fyrir þeim að afla sér þeirra hygginda, sem í hag máttu koma í baráttu þeirra fyrir útbreiðslu hins nýja boðskapar. Það eru vitsmunir, hrekklausir en ihagkvæmi'ir. Og heyrt hefi eg því slegið fram, aö orðið nöðrukyn, sent Kristur velur sem heiti á fræðimennina, þýði þar ekkert annað en fræðimenn eða fræðiþular. Eg skal látá ósagt, hvort sú skýring stenzt. Eri ekki get eg borið á móti því, að betur kann eg við þá merkingu i orðinu í mimni spá- mannsins frá Nazar-et, en hina, sem algengust er. Og samkvæmt því, sem sagt hefir verið, finst mér sú skýring geti alls ekki heitiö raka- laus. Höggormurinn er slægastur allra dýra i aldingarðinum. Það er lýsingin, sem syndafallssagan gefur af honum. Og sú lýsing gefur það í skyn, að; í þessari sögu sé höggormurinn tákri vitsmun- anna. Með auknum vitsmunum vaknaði þessi hugmynd hjá mann- inum, að ihann gæti líicst guði, — að hann þyrfti einhvers annars að gæta og væri til einhvers æðraj kallaður. en rétt að seðja munn og maga. Til konunnar fer höggormurinn fyrst. Og það er hún, sem fyrst hefst handa og úr hennar hendi etur maðurinn hinn forboðna ávöxt. Vera má að einhverjum þætti nægilegt að skýra þetta atriði með því einu, hve rík ástríða það virðist ihafa verið mönnunum, að kenna konunni allar vammir og 'skammir. Og sagan er reist á þeirri skoðun, að þetta hafi verið ákaflega syndsamlegt. En ekki er það útilokað, að þetta atriði hafi komist inn í söguna einmitt fyrir það, að á bak viö lágu sannindi. Margt mælir með því, að það' hafi verið konan, sem fyr steig sporið inn á siðgæðissviðið. Alment mun það viðurkent, að hún hafi næmari siðgæistilfinnir.gu en maðurinn. Og hún stendur líka 'betur að vígi til þróunar á siðgæðissviðinu. Það er margt, sem; knúð hefir) manninn til þróunar á því sviði. En aflmesta lyftistöngin hafa þó óefað verið tilfinningar foreldra gagn- vart afkvæmum sínum. Og jafnframt því, sem á það ber að líta, að afkvæmið er altaf tengt nánari böndum móðurinni en föðurnum, þá ber einnig að lita á hitt, að á lægri þróunarstigum lífsins er oft í raun og veru ekki urn neinn föður að tala, en móðirin hefir verið til alt frá örófi alda. “Þá lukustj upp augu þeira beggja, og þau urðu þess vör, að

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.