Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1926, Page 6

Sameiningin - 01.02.1926, Page 6
36 merki jafn-ljós, eins og dauSamerki hvers þess kirkjuflokks, sem aðra kirkjuflokka áreitir. ÁreiSanlega er þetta að verða kistn- um mönnum ljósara meÖ hverjum degi. Dæmi skal hér greina. A síöastliðnu sumri var við háskólann í Manitoba námsskeiÖ fyrir kennara og presta, og var nefnt “Leadership Course”, eÖur námsskeið leiðtoga. Á hverjum degi var fluttur einn fyrirlest- 'ur um andlegar stefnur í aöaldeildum kirkjunnar. Háskólinn valdi guðfræÖing úr hverri deild til þess að flytja fyrirlestur um grundvallar-atriöi sinnar kirkjudeildar. Þaö varð hlutskifti þess, er nú heldur á pennanum, að flytja mál lútersku kirkjunn- ar. Ekki hafði eg hlýtt á hina fyrirlestrana, og gat því í engu stælt þá. Eftir er fluttir höfðu verið allir fyrirlestrarnir, sagði háskólakennarinn, sem stýrði námsskeiöinu, viö mig, að á því furðaði hann sig stórkostlega, hversu líkir að efni allir fyrir- lestrarnir hefðu verið, — grundvallar-atriöin heföu verið hin sömu hjá öllum. — Á þessu eru menm farnir að átta sig. Eigi að síður er það ljóst, aö kirkjunni sem heild eru menn þarfastir og Kristi hollastir meö því að reynast trúir sjálfs sín kirkju- deild og vinna þar af heilum huga. 1 þriðja lagi auðkennist kirkjan, sem er að koma, af djörf- ung og fórnfýsi. Kirkjan hefir verið hugdeig lengi. Hún hefir hvorki haft trú á sjálfri sér né traust til Drottins síns. Fyrir því er hún óáræöin til stórra hluta. Hún er sífelt að afsaka sig og verja sig. Að verja sjálfanl sig, er ávalt veikleika-vottur og hugleysis. Hreystimerkiö er franisóknin. Kirkjan, sem er aÖ koma, sækir fram. Hún kann ekki að hræðast. Hún hefir trú á sjálfri sér og köllun sinni. Hún trúir á Jesúm og almætti hans. Hún skynjar þaö betur nú með hverjui líðanda ári, að Jesús er sannarlega nálægur og alt megnar hún fyrir hann, sem gerir hana styrka. Fórnfýsin er og hreystimerki. Sú kirkja, sem er aö koma, er hetjuleg kirkja og fyrir því fórnfús kirkja. Hún kveöur e’kki aðra en þá til fylgdar við sig, sem við því eru búnir að fórna, — fórna sjálfum sér. Er hún kýs sér liðsmenn, áræð- ir hún aö beita sömu reglu og konungur hennar: “Hver, sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér eftir.” í fjórða lagi er það aðal-einkenni þeirrar kirkju, sem er aö koma, að hún er trúkirkja. Það verður miklu meiri trú í kirkj- unni, sem er aö koma. Hún veröur trúhneigðari, en hún hefir verið. — Með öllum sinurn syndum og yfirsiónum er samtíðin trúhneigð. iMenn þyrstir eftir trú. Menn eru dauðþreyttir á guð-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.