Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1926, Blaðsíða 20

Sameiningin - 01.02.1926, Blaðsíða 20
50 Jói hék Maríu þátt aö sér og staröi á tjaldiö, mállaus og skjögr- andi af gleöi yfir þessari einkennilegu ráöstöfun örlaganna. Hann sá múginn hreyfa, sig um flugsvæðið, og vélarnar lenda. Hann sá sjálfaii sig nú á þessum staö og svo á öörum, i auðmjúkri leit eftir aö fá vik aö gera, svo hann'vissi að skýrslurnar yfir þessar flugtilraunir mundu sanna tvímælalaust, að það heföi verið ómögu- legt fyrir hann að vera nokkurs staðar nálægt Riverside Drive ög Hartley heimilinu, þegar húsbrotið gerðist. Þegar María< kom til sjálfrar sín aftur, lagöi hún handleggina um hálsinn á Jóa og grét þar til henni létti eftir þessa yfiúbugandi gnægö gleöinnar. Fangavörðurinn, sem ekki vissi hvað þetta upp- þot boðaði, flýtti sér til fólksins úr Hjálpræöishernum. María og Jói sögöul honurn hvað gerst1 haföi, og lofaði hann, enn þá hrifinn af anda hátíðarinnar, að síma fréttina til ríkisstjórans strax um kvöldiö. Fangarnir voru farnir að skipa sér í raðir, þegar orðin “Góða nótt” hlöstu við á tjaldinu, en urai það raðirnar voru fullmyndaöar, barst fregnin um frelsi Jóa frá einum til annars. “Þrefalt húrra fyrir kraftaverka Maríu!” hrópaði rödd úr fylkingunni, og var þvi fullnægt meðan fangarnir héldu leiðar sinn- ar til klefanna. María varö að lofa Jóa því, að koma aftur næsta morgun í fang- elsið til aö ssekja hann, eöa þá að' bíða eftir því, að lausnarskjalið yröi undirritað, þegar einn af föngunum snerti handlegg fangavarð- arins og sagði: “Heyrið þér, vörður, haldið þér ekki aö' það væri betra að setja myndina hans Jóa i nótt í öryggisskápinn hér í skrifstofunni ? Hng- inn þjófur myndi stela henni, ef hann vissi hvaða þýðingu hún hefir fyrir mann dæmdan í lífstiðar-fangelsi—að minsta kosti enginn þjófur hér nærstaddur — en það er bezt að eiga ekkert á hættunni.” fÞessi saga er samin fyrir eitthvað þrettán árum síðan, og hef- ir getið sér talsverðan orðstir. Ekki eru þýðandanum kunnug önn- ur ritverk eftir höfundinn.) Adam og Eva rekin úr Paradís. Hftir Gunnar Benediktsson. Það er ein af sögunum, sem börnin lesa tog læra undir ferm- ingu, sem hér verður gerð að umræðuefni. Hún er ein í tölu þeirra, sem fæstir gleyma,, þó að flestir ef til vill dæmi hana einhverja þá allra ómerkilegustu sögu, sem þeir hafi lesið. Þessi saga þótti eitt sinn ákaflega merkileg. Þá var litið svo á, að hún segði frá örlagaþyngsta sporinu, serrv stígið hefir veriö í sögu mannkynsins, Akveðinn skilningur á frásögninni setti fasta

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.