Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1926, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.02.1926, Blaðsíða 23
53 gegnum aldaraðir, aS alstaöar í bíbilunni komi fram sama guðshug- myndin. Og því ihefir réttilega verið haldiS fram, að höfuðkrafan, sem Kristur gerir til mannanna, sé fólgin í þessum oröum í fjall- ræðunni: “Verið fulikomnir, eins og faðir yöar á himnum er full- kominn.” Æðsta skylda mannsins 'sé sú, aS ná fullkomnun þeirra eiginleika, seny hann eignar æSstu veru alheimsin's. Og þótt þaS sé ekki lengur orðin almenn trú, aS hvar sem maSur flettir upp í biblíunni, þá kynnist maSur altaf sömu guöshugmyndinni, þá eru þaS sjálfsagt ekki margir, sem gera sér fullkomna grein fyrir því, •hvilikt regindjúp er staöfest miili guöshugmyndarfnnar, eins og hún kemur fegurst fram í nýja testamentinu og þar sem gamla testamentiö sýnir hana aftur á lægsta stigi. Jahve syndafallssögunnar virSist vera voldugur einvaldsherra, sem stjórnar meS ströngum 'boöum, og hirðir ekkeit um hamingju þegna sinna nema rétt þegar honum gott þykir. Hann er æSi hátt yfir manninn settur og hefir ýmiislegt til brunns aö bera, sem þeir hafa ekki. En hann er í stórum mæli háöur sömu vöntunum og þeir og langd frá því aö vera fullkominn siBferöislega. Ofar öllu öSru virðist Jahve setja þaS að fá aö drotna og tryggja sér þaðj aö þegnarnir vaxi honum ekki yfir höfuö. Hann er ekki svo hátt ofar mönnunum, aS hann hafi ekki beyg af þeim. Hjá honuml virðist ráSa sami andi og sá, er ræöur með stjórnend- um sumra þjóöa, þar sem einveldi og harSstjórn hafa lengi rikt. T>eim er þaö mikilvægt atriSi, að þegnarnir séu sem fáfróðastir um flesta ihluti, ,svo aö þeir sjái siSur veilurnar í stjórnarrekstrinum, og auSveldara sé að halda þeim i skefjum. Af þeirri ástæðu vill Jahve aftra þvi , að maSurinn vifi skyn góösi og ills. Og þessi ótti hans við þroska mannsins kemur þó enn skýrar í ljós í orðum, sem hann mælir um leið og þau , er eg vitnaði i áSur. Hvorutveggja þau ummæli eru almenningi mjög ókunn, því aö þau eru feld úr •öllum barnalærdómsbókum Enda stríðai þau greinilegast allra atriSa syndafallssögunnar móti þeim skilningi á henni, sem varðveittur hefir veriö um aldir og bregöa skýrustu ljósi yfir guðshugmynd þá, sem bak við þessa sögu^ 'Stendur. Eg vitnaöi áSan i þessi orð: “Og Jahve guð sagði: Sjá, maöurinn er orðinn sem einn af oss, þar sem hann veit skyn góðs og ills.” En svo bætir hann viS: “ASeins aö hann rétti núi ekki út hönd sína og taki einnig af lífsins tré og eti og lifi eiliflega.” Gert er gert, maðurinn og konan höfSu náð i ávexti af skilningstrénu. En nú óttast Jahve, að maðurinn hefji sig enn þá hærra og lifi um aldur og æfi. Og þá þykir honum mað- urinn vera kominn allægilega nærri sér — guödóminum sjálfum. 1 syndafallssögunni er hiS forboðna tré nefnt skilningstré góös og ills. Jahve guð) nefnir tréð því nafni, þegar hann setur Adam í aldingarSinn og sýnir honum þetta tré, er hann segir, aS hann megi ekki eta ávöxtu af. Nafnið eitt bendir þegar á það, að ekki sé gert ráð fyrir því, að ávextir af þessu tré valdi gerspillingu hjá heilagri veru. sem þeirra neytir. Og samkvæmt ummælum Jahve,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.