Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1927, Síða 4

Sameiningin - 01.03.1927, Síða 4
60 tón allra hugsana og orÖa. Enda miSaði alt í þá einu átt, að gera Krist dýrlegan og ganga honum til handa sem konungi lífsins. Sjálfum GuÖi og heilögum anda hans ber oss fyrst og fremst a$ gefa dýrÖina, því hans kraftur var þar sýnilega starfandi i veik- leika vorum. En aÖ því, er til mannanna kasta kom, var þaS, ef til vill, söngurinn, sem mestu orkaði. Hann var mikill og dýr- legur. Á prentuöum hlööum höfhu allir fyrir sér úrvals sálma, 'bæði íslenzka og enska. En ekki var siður vandaS til laganna en sálmanna. Valin aðeins hin hátíðlegustu og helgustu sönglög, þau er kristnin hefir fegurst framleitt á liðnum öldum. Mjög miklum tíma var variS til söngs og á það lög<5 áherzla, að hver maður tæki af hjarta þátt í söngnum. Hin stórkostlegu áhrif söngsins gátu ekki dulist. Söngurinn lyfti oss í hæðirnar háu og dró oss að hjarta Guðs. Engum af þeim, sem a<5 ungmennamóti þessu störf- uðu, iber meiri þökk og heiður, en manninum, sem af svo mikilli snild stýrði söngnum, hr. Páli Bardal, hinum ágæta söngstjóra í Fyrstu lútersku kirkjunni í Winnipeg. , Á samkomunum voru jöfnum höndum notuS móðurmálin bæði, íslenzkan og enskan, og var síður en svo, að þar bæri á nokkrum árekstri. Enda var svo að orði komist, að þótt vér ætt- um tíu tungur, skyldum vér lofa Gu<5 á þeim öllum. Allar samkomurnar voru svo nál<væmlega undirbúnar fyrir fram, að hvað eina átti sína stund og sinn staÖ. Áll'ir höfðu starfsskrána prentaða í höndum. Frá henni var ekki vikiS í neinu verulegu. Útúrdúrar voru engir og ekkert var á borð borið, sem ekki var vel undirbúið, hvorki í ræðum né öðru. Fyrsti fundurinn var föstudags-kveldið 25. marz og hófst hann meö söng og ibænagjörð. Prestur Fyrsta lúterska safnaðar stýrði þeim fundi og setti mótið með fáum ávarps-orðum. Aðal- þáttur þessa fundar var ræða, sem skólastjórinn við Manitoba College, dr. theol. Tohn MacKay flutti. Þeirri ræðu gleyma víst aldrei nokkurir þeir, er hana heyrðu. Með eldlegum krafti talaði kennimannahöfðingi þessi við unga fólkið um það, er hann nefndi “Þrjár merkustu staðreyndir mannkynssögunnar: Kristur, kross- inn og kirkjan.” Þetta ágæta erindi átti óefað mikinn þátt í þvi, að mótið var jafn alvarlegt og andlegt eins og það varð. Þ*á flutti og séra N. Steingr. Thorláksson kraftmikið erindi, sem unga fólkinu var hin þarfasta hugvekja. Ungfrú Aldís' Thorlák- son söng af viðkvæmni og list og eldri söngflokkur safnaðarins söng kórsöngva tvívegis mjög prýðilega. Annar fundur var haldinn eftir hádegi á laugardaginn 26. marz, — daginn eftir Stýrði þeim fundi hr. Albert Wathne, sá

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.