Sameiningin - 01.03.1927, Page 5
67
er sæti á sérstaklega fyrir hönd hins yngra flól-ks í safnaíSarstjórn-
inni og er skrifari safnaíSarins. Flutti hann mótinu kveöju og
árnaSar-óskir sóknarnefndarinnar. Mikill söngur og almennur,
undir leiösögn hr. Páls Bardals, opnaÖi hjörtu fundarmanna og
bjó orðum ræÖumannanna gljúpan jaröveg. Nú var þaÖ yngri
kynslóÖin, sem ein haföi orðið. Umræöuefnin voru tvö: “Trúar-
líf unga fólksins” og “Bindindi.” Um hiö fyrra efni fluttu þeir
sína ræ<5una hvor, hr. Erlingur Olafson, B.A., sem nú er kennari
í Crystal, N. Dakota, en ætlar atS leggja fyrir sig guðfræÖanám
innan skamms; og hr. Jón Ö. Bíldfell, B.A., kennari við Jóna
Bjarnasonar skóla. Voru erindi þau bæði skýrt hugsuð og vel
flutt, þrungin af kristilegum trúaranda og ást til frelsarans. Um
sama efni las ungfrú Ágústa Folson stutta en hugnæma ritgerð,
er ungfrú Þura Gioodman haföi samið. Um hitt efnið — Bind-
indi — hafði ungfrú Aðalbjörg Johnson samiið mjög ítarlega rit-
gjörð, en því miður gat hún, sökum lasleika, ekki sótt þenna fund
og las því hr. Heimir Thorgrímsson ritgerðina í hennar stað, mjög
áheyrilega. Annað erindi um það efni flutti ungfrú Guðrún
Bíldfell', kenslukona, hið vandaðasta mál, bæði að hugsun og orð-
færi. Loks flutti hr. Grettir Jóhansson stutt en skörulegt erindi
um skaðsemi áfengis.
Á laugardagskveldið var afarfjölmenn samkoma i fundar-
sal kirkjunnar. Var þar svo mjkið fjölmenni samankomið fflest
ungt fólk) að sækja varð á aöra staði nokkuð á annað hundruð
stóla, voru þó um 400 stólar fyrir; og samt fengu ekki allir sæti.
Fundarsalurinn var fagurlega prýddur og hafði hr. Th. Stone
fyrir hönd Eaton’s félagsins lagt til efnið í þá prýði. Fundi þess-
um stýrði hr. Edwin G. Baldwinson, ungur lögfræðingur í Winni-
peg. Var byrjað að vanda með sálmasöng og síðar um kvöldið
sungið vel og lengi bæði andleg ljóð og alþýðusöngva.
Einsöngva sungu þau ungfrú Unnur Jóhannesson og hr. Frank
Halldórsson, drengurinn Frank Thórólfsson sló slaghörpu, stúlk-
ur úr 39. deild sunnudagsskólans sungu kórsöngva tvívegis og
hljómleikaflokkur sunnudagsskólans lék á sín mörgu hljóðfæri.
Aðal-þáttur þessa fundar var ræða, er séra Carl J. Olson flutti,
hið snjallasta erindi, lögeggjan til unga fólksins að sækja fram
undir merki Krists og setja sér háleitt markmið. Að lokum; var
sezt að kaffidrykkju og stóð samkoman fram undir miðnætti.
Sunnudagurinn 27. marz verður öllum viðstöddum ógleym-
anlegur dagur. Var það hátíðisdagur ungmenna-mótsins. Rak
þá hver samkoman aðra, fjórar i röð, og altaf var kirkjan troð-
full. Allar voru þær guðsþónustur helgaðar unga fólkinu. Morg-