Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1927, Side 6

Sameiningin - 01.03.1927, Side 6
68 un guSsþjónusta hófst kl. n. Flór hiín fram á ensku. Fyrst var söng-guösþjónusta og stóíS hún 15 mínútur, yndisleg lofgjörÖ til skaparans. Hófst þá venjuleg messugjörö. Prestur safnaÖarins var fyrir altari, en séra Sigurður Ólafs'son steig í stól, flutti hjart- næma prédikun út af ummyndan Krists á f jallinu og lagöi einkum út af niðurlags-orÖunum í þeirri helgu sögu: “En er þeir hófu upp augu sín, sáu þeir engan nema Jesúm einan.” (ÍMatt. 17, 8j. iFrú Sigríður Hall söng sóló viö þessa guðsþjónustu, en yngri söngflokkur safnaÖarins, klæddur sínum hvíta skrúÖa, söng lof- söngva fanthem). Klukkan hálf þrjú var aftur komiö saman. Fylti þá sunnu- dagsskólinn aðal-kirkjuna niÖri, en uppi á loftinu sat svo margt fólk, sem fyrir gat komist. Formaður sunnudagsskólans, hr. Jón J. Swanson, stýrði samkomunni. Mikill söngur hljómaði um alla kirkjuna og lék orkester sd. skólans lögin undir. Þær ungfrúrn- ar Aldís Thorlákson og Pearl Thórólfsson sungu dúet. Ungfrú Esther Jónsson sagÖi yngstu börnunum, sem raðað var inst í kirkjuna, yndislega sögu um voriö og upprisuna. Hamilton dóm- ari í ungmennarétti ("juvenile court) fylkisins, flutti skörulega ræðu. Sagði hann frá ungu hetjunum þremur, sem um er ritað í Daníels' hók, þeim er ekki vildu beygja sig fyrir skurðgoði kon- ungsins. Áminti hann unga fólkið um að reynast svipaðar hetjur og fylgja Jesú trúlega. Var erindi það hákristilegur vitnisburður um frelsarann. Það er síðast gerðist á þessari samkomu, var út- hlutun heiðursskírteina, þéim ungmennum, sem sótt höfðu sunnu- dagsskólann án þess að láta sig nokkurntíma vanta í eitt eða fleiri ár. Mörg börn höfðu aldrei látið sig vanta, jafnvel 5—8 ár í röð. Ein stúlka, Esther Preeee að nafni, hafði við síðustu áramót lokið sínu tíunda ári án þess að vera f jarverandi nokkurt sinn. í viður- kenningarskyni fyrir þá frábæru trúmensku, ávarpaði formaður sóknarnefndar, dr. B. J. Brandsson, ungmeyna nokkrum fögrum orðum og afhenti henni að gjöf mjög vandað gullúr. Kvöld-guðsþjónusta byrjaði kl. 7. Fjölmenni var þá svo mikið að heita mátti að hvert sæti væri skipað uppi og niðri og hafði þó verið ;bætt við auka-stólum. Stýrði Páll Bardal söngnum að vanda og var hann mjög bátíðlegur. 1 |Líofsöngva söng söng- flokkurinn eldri, en frú Sigríður Hall söng einsöng af alkunnri list. Prédikun flutti prestur safnaðarins og lagði út af orðunum í 35. versi í 37. Sálminum: “Ungur var eg og gamall er eg orð- inn, en aldrei sá eg réttlátan mann yfirgefinn.” Að lokinni kvöld-guðsþjónustu safnaðist unga fólkið enn saman í fundarsal kirkjunnar. Þótt þetta væri fjórða samkom-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.