Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1927, Síða 7

Sameiningin - 01.03.1927, Síða 7
69 an þann dag, var salurlnn fullur af fólki. Var nú komin kveðju- stundin. Sá, er þetta ritar, hefir veriÖ prestur í meir en þrátíu ár, en ekki minnist hann þess, a'ö hafa á nokkurri guÖræknis'stund, hjá íslendingum, fundiÖ andrúmsloft svo gagnþrungiÖ af hita trúar- innar og ástúölgeri einingu andans i Jesú Kristi, sem á þessari stundu hjá unga fólkinu. Hriíning hjartans leyndi sér ekki í söngnum, og bænirnar voru hjartnæmar og heitar. Sóknarprestur- inn talaði stutta stund af hrærðu hjarta. Svo heygðu allir höfuð lotningarfullir í þögulli bæn. Hljóðlega, hátíðlega hljómuðu um salinn aftur og aftur orðin : “Kristur alt — Kristur alt.” Undir þeim áhrifum helgaði unga fólkið sig og líf sitt alt Drotni sínum og frelsara Jesú Kristi. Séra Sig. Ólafsson mælti að síðustu nokkur þakkarorð fyrir hönd hins aðkomna fólks, stóðu svo allir upp og sungu: “Jesus, still lead on.” Lauk svo þessu ungmenna- móti, sem ekki hefir átt sinn lika í kirkjusögu vor íslendinga, minsta kosti ekki vestan hafs. —B'. B. J. Prédikun. Á fyrsta sunnud. í föstu. (Treisting Jesú — Matt. 4, i-ii.J Við lukum þar hugleiðingum okkar um Drottin Jesús á sunnud. var, er heilagur andi kom af himnum yfir hann í skírninni og fylti sálu hans. Við gerðum okkur í hugarlund að fyrir það, hversu sál hans var þá gagntekin að anda Guðs, hafi vitund hans um köllun- arverkið, sem fyrir lá, orðið lifandi ljós, og allur hugur hans hafi snúist að þvi. Guðspjalls-sagan skýrir síðan frá því, að sam- stundis hafi hann fundiö andann knýja sig til þess, að fara burt frá öllum mönnum og dvelja aleinn úti á óbygðum stað, eða í eyðimörk. Þetta finst okkur ekki nema eðlilegt. Við skiljum það, að einhverju leyti, að frelsaranum hafi verið það nauðsynlegt, að vera einn og hugsa um það, sem fyrir lá, í einrúmi, þar sem ekkert fengi glapið huga hans, og hann gæti beðið Guð án afláts.—Betur að við menn gætum lært það, sem alt annað gott af dæmi hans, að gjörhugsa öll vor mál í tómi með stillingu, og færast ekkert í fang án þess að biðja Guð. Nú verðum við með skjýrri og stillilegri hugsun, að setja okkur í spor Jesú þar í einverunni. Hann hafði með skírninni tekið við Messíasar-embættinu. Nú var hann þangað kominn í eyðimörkina til þess, einn hjá Guði, aö gera sér grein fyrir því,

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.