Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1927, Page 8

Sameiningin - 01.03.1927, Page 8
70 sem fyrir lá. Nokkuö af þeim hugsunum, sem nú hafa hertekið huga hans, eru okkur viöráÖanlegar. ómögulegt er annað, en að fyrst af öllu hafi hann tekið til íhugunar hugmyndir þjóðarinnar, eins og þær voru á þeim clögum, um Messías. Hjá því hefir hann ekki komist. Hann átti nú að koma fram fyrir þjóðina sem hand- hafi Messíasar-dæmisins, og þá varð hann að gera sér grein fyrir þvi,hver og hvernig sá Messías var, sem þjóðin átti von á og myndi fús að taka vel á rnóti. Einmitt þetta er lykillinn að freistingar- sögunni. Freistingarnar, sem sóttu á hann, verða skýrari hver um sig, þegar þær eru athugaðar í því Ijósi. Hverjar voru þá þær vonir, sem þjóðin á þeim dögum gerði sér um Messías? Það er fljótsagt. Hún gerði sér von um glæsilegan veraldar- höfðingja, veraldlegt ofurmenni, stjórnmálamann, hershöfðingja, konung, leiðtoga, sem tæki við stj órnartaumunum, hrytist undan Rómverjum, stofnaði óháð þjóðveldi í landinu, glæsilegt og auð- ugt eins og var á clögum DaviSs og Salómons. Þeir bjuggust viö manni, sem beytti valdi. Á hinn bóginn er sú Messíasar-mynd, sem Jesú sjálfum er gefin og innblásin. Hún er næsta ólík Messíasar-mynd Gyðinga. Messíasar-mynd Jesú er Guðsmyndin sjálf. Hann veit sjálfan sig eitt með Guöi og föður allra manna. Þó hann beri mannlegt hold býr í ihonum fylling guðdömsins. Öll framkoma hans í heiminum veröur að vera guðdómleg. Hann er til þess sendur í heiminn að opinbera og auglýsa Guð með orðum sínum og verk- um. Hann er ekki sendur til Gyðinganna einna saman, heldur til mannkynsins alls á allri jörð. Hann á ékkert skylt við Messíasar- hugmynd Gyðinga. Hann á alls ekki aö stofna veraldlegt ríki, hann á ekki að vera herstjóri eða konungur. Hann á að vera andlegur leiðtogi allra manna. Hann á að boða mönnum trú á algóðan föður, sem allir menn eigi á himnum. Hann á að tengjá alla menn á jarðríki bróðurlböndum. Hann á að stofna á jöröu ríki kærleikans og stýra því allar aldir. Hann á að vera konungur yfir hjörtum mannanna. Vald hans á ekki að vera annaö en vald sannleikans og ástúðarinnar. Engu afli má hann ibeita öðru en afli kærleikans. AS frelsaranum sé sálfrátt og að hann eigi vald á vilja sín- um er augljóst, annars hefði hvorki verið um sálarstríð né freist- ingu að ræða. Myndirnar báðar blasa við sálaraugum hans. Og vegirnr hvörirtveggja eru skýrir, eftir því hverri myndinni hann kýs að fylgja. Vegur sá, er Messíasar-mynd Gyðinganna benclir á, er sléttur og greiðfær. Með því afli, sem Jesús finnur, að hann

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.