Sameiningin - 01.03.1927, Síða 12
74
glæstir mest, sem um þati efni hljóða. Þeir, sem mestu bræðra-
blóíSi hafa úthelt til þess að ná völdum, eru taldir af mörgum dýr-
lingar þjóðanna. Og 'þó nú sé ekki hversdagslega beitt morð-
vopnurn i haráttunni um völdin, þá er baráttan lík, og vopnin oft
ekkert sæmilegri en morSvopnin. Nú er valdafíknin sem áköfust,
því hún nær með dýrshramm s'inn inn á nærri öll sviS mannlífsins.
Grimmúðg samkepnin byrjar þegar í barnaskólum og bolmagnið
ræður hugsunarhætti flestra manna. Sárast er að jietta nær jafn-
vel inn á hin andlegu svið og valdið drotnar yfir sjálfum sálum
mannanna.
Járnhlekkjum valdafíkninnar leyfði Jesús ekki Satan að
fjötra sig. Hann var alla daga frjáls máður, af þvií ástríða sú
náði aldrei tökum á honum. Við valdafíknina sagði Jesús: “Vik
frá mér Satan.’1’ Og Satan varð að víkja, en í hans stað komu
góðir andar úr heimum ljósanna til að þjóna honum og fara með
honum hvert sem hann fór. Og um völdin og upphefðina kendi
Jesús mönnunum það eitt, að sá væri mestur, sem bezt gæti þjón-
að öðrum, og sá einn væri hæfur til að skipa hið æðsta sæti, sem
sjálfur hugsaði sér aldrei annað sæti en íhinn yzta sess.
Nú hefir stuttlega verið gjörö grein fyrir freistingunum, er
stríddu á Jesú i eyðimörkinni. Það hefir olekur orðið ljóst, að
þær freistingar eru samkyns freistingum þeim, er við mennirnir
höfum sjálfir að stríða við. Sannast þá og orð postulans, er hann
útskýrir þaö fyrir fyrstu söfnuðunum, að Jesús hafi “sampínst”
öllum veikleika okkar mannanna og þolað nákvæmlega sömu freist-
inga-þrautir eins og við, en hann einn hafi aldrei syndgað.
Þar sem vér nú hugleiðum freistingarsöguna, getum við ekki
gengið fram hjá því, er segir í sögunni um það hvernig og hvaðan
freistingarnar hafi komið. Okkur er víst óhætt að hafa það fyrir
satt, að þær hafi komið fyrir Krist með sama hætti og þær koma
fyrir olckur, og hafa komið fyrir aðra menn frá upphafi vega.
Það er gömul og gild regla, sem góðir biblíuskýrendur binda sig
við, að skoða ekkert það í frásögum ritningarinnar yfirvenjulegt,
nema svo að annaðhvort í sjálfu sér geti það ekki öðruvísi verið,
eða þá að frásögnin sjálf ber það ótvírætt með sér. Og í frásögn-
inni í guðspjallinu er ekkert það, sem heimili hanni aö lita svo á, að
djöfullinn hafi verið þar í eyðimörkinni í nokurri óvenjulegri
mynd, heldur eins og ha.nn ávalt er: illur andí, versti andi, sem tíli
er, og hann hafi komið andlega leið eins og hann ávalt kemur' ög
náð sambandi við anda eða hugarheim Jesú og reynt til að raska
þar saióræmi og eitra sálarlífið. Vitanlega hafa menn gert sér
margskonar myndir af hinum andlega djöfli, og á hjátrúaröldunum