Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1927, Qupperneq 14

Sameiningin - 01.03.1927, Qupperneq 14
7G freistingarsöguna hefir hann orÖiiS aÖ segja lærisveinunum Sjálfur, þar sem enginn var viÖstaddur annar en hann, þegar hún gjörð- ist). Við vitum þaö þá með vissu, að við erum einnig umsetnir af illum öndum fcLjöflum) og. Satan rnuni ekki hlífa okkur frem- ur en Jesú. En eins og góSir andar ('englar) komu frá Guði til aS þjóna Jesú og styrkja hann í stríði, eins eru þeir og okkur sendir. Og fastlega trúi eg því, aS þeir séu fleiri og meiri en þeir illu og þeirra lið beri sigur úr hýtum. En okkur. sem trúum á Krist, og reiðum okkur á orð hans, er það styrkurinn mesti, að hann sjálfur er nálægur okkur öllum. “Sjá, eg er með yður alla daga,” — þau orS Jesú eru máttarstoð þeirrar trúar, sem þeir allir (bera í brjósti, sem eru lærisveinar Jesú meir en að tómu nafninu til. ViS trúum því, að GuS faSir hafi sent og sendi enn Drottin Jesú til þess að hann sé frelsari okkar og verndari gegn öflum og öndum myrkursins. í samfélaginu við hann, sem freistarann rak frá sálfum sér, fáum við einnig rekið freistarann frá okkur, en —'“án mín megið þér ekkert,” sagSi Jesús. “Sú von er bæði völt og myrk. aS voga freklega’ á holdsins styrk, án GuSs náðar er alt vort traust óstöSugt, veikt og hjálparlaust.” En “Sé hann með oss, ekkert er óttalegt; þá sigrum vér.” —B. B. J. Kvöldhugsun. Eftir séra Sigurð ólafsson. VahSveit mig GuS, því hjá þér leita eg hælis. Sálm. i6:i — Dagur er að kvöldi liSinn og dimman faSmar hauður og haf. Rétt áSur .sáum viS hinzta hjarma dagsins hverfa aS skauti nætur í vesturátt. Og rökkrjið sem nú breiSist yfir fold, kallar fram í huga hálf-gleymda mynd frá bernsku-dögum. Mamma mín, ásamt tveimur vinnukonum, var heima meS okkur börnin. Þetta var að vetri til, en ofsa hláku-veSur brast á seinni part dagsins, eins og oft átti s'ér staS á SuSurlandsundir- lendinu, síSari hluta vetrar. Palbbi var að heiman í langferS, hans var ekki von heim um kvöldiS, átti hann yfir stórvötn að sækja,

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.