Sameiningin - 01.03.1927, Síða 15
77
var það ihættuleg för þótt í góSu veSri væri. Húmskuggarnir um-
kringdu okkur, óljós 'kvíði óx i huga og eftir því sem skuggsýnna
varð, fundurn við ibörnin glögt til þess. Við sáum aS mömmu var
órótt innanbrjós'ts. Loks kom að háttatíma. Mamma fór fram
til að loka bænum. Ógurlegt ofviðri fór hamförum' úti fyrir.
Minnist eg þess að mamma hafði yfir hin fögru upphafsorð úr
16. sálmi Davíðs: “VarSveH niig Guð því eg flý til þín.” fSjá
eldri þýöingu). Svo gerþi hún aS vanda krossmark við dyrnar;
fórum við svo að sofa. Stórviðrið hristi baðstofuna sem væri hún
laufblað, en óítinn sökum fjarlægs föður, sem að líkindum væri í
lífshættu þvarr í sálu minni. Orðin sem mælt voru fram í bænar-
anda áttu mátt í sér fólginn. Öruggleiki sá, sem traustinu til
Guðs fylgir, hafði gagntekið sálu mxna og veitt mér frið. Óstyrk
barnssálin hafði eignast frið, svo öldur óttans lægðust og hurfu
með öllu. — Öruggleiki í trúarsamfélaginu við Guð, er vor dýr-
asti auður. Hvað sem kringumstæöum viðkemur, erum viö rík,
ef hann héfir náð tökum á hjörtunum.
Við finnum til þess í kvöld er við nú höfum lokið störfum
dagsins, hvílík dásamleg gjöf Guðs það er, að hafa verk til að
vinna, jafnframt starfsþrjeki til að leysa það af hendi. Starfs-
gleðin er ein hin varanlegasta uppsprettulind gleðinnar, sem ó-
spilt hjarta þekkir. Sæll eij hver sá, sem finnur sig færan til aS
hera hita og þunga dagsins, sem finnur til heilbrigðrar þreytu viö
lok hver;s liðins dags. Með sanni má segja að hann sé rikur. Pá-
um verður nætuúhvíldin kærri en þeim, sem með kostgæfni og
fúsleik rækja störf sín dag hvern, og kvarta ekki við neinn, þótt
störfin séu misskilin og miður þökkuð. Slíkur starfsmaður legst
óhræddur til hvífdar, sáttur'VÍð sjálfan sig fyiúr að hafa fórnað
kröftum af fúsum vilja í þarfir köllunar sinnar, hver 'helzt sem
hún er, hugrór felur hann allan ávöxt iöju sinnaý algóðum Guði,
sem öllu stjómar.
. En einkum og sérílagi gleðjumst við mannanna börn af því
að við eigum Guð að. Þrátt fyrir ýmsar andstæður, sem lífs-
kjörum vorum kann að fylgja, erum við rík í föðurgeymslu algóðs
Guðs. Það er allri jarðneskri gleði undursamlegra. Og eðlilegt
bænar-andvarp er þetta:
“Varðveit mig, því hjá þér leita eg hælis.” Varðveit mig
brotlega barnið þitt. Hyl mig í skjóli vængja þinna. trúfasti Guð,
°g “gleym þvi hversu gálaus mjög eg var, hve glys og synd mig
ofurliöi bar.” “Þú ert athvarf mitt, yfirgef mig ekki Guð hjálp-
ræðis míns!” Ver minnugui; vor allra af miskunn þinni. Hald
vörð um oss meðan vér sofum. Varðveit alla sem eiga bágt. Ver