Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1927, Síða 17

Sameiningin - 01.03.1927, Síða 17
79 venir að gjöra, þegar sorgin þyrmir yfir, bar8i sér á brjóst og| hrópaöi: “GuÖ, vertu mér syndugum líknsamur!” Eg var uppalinn í sveit, eins og margir af ykkur, og mér ed kunnugt um suma af háttum sauöanna; og af hverju þeir villast burt, og hvað meint er með oröunum í textanum: “Vér! fórum allir villir vegar sem sauöir.” ÞaÖ er tvent sem getur komið sauÖ- kindum til að ráfa burt: annaðhvort vilja þær komast i annan haga, eÖa þær stökkva undan hundum eöa rándýrum. Margir af okkur fóru villir vegar af fyrnefndu ástseiðunni. Við héldum a'Ö haginn væri snöggur á landi Jesú Krists. ímynd- uöum okkur að einhversstaðar í annari átt væri betra haglendi. ViS héldum, að ef við mættum hvílast á fjarlægum árbökkum eða undir eikunum hinum megin við hæðina, þá fengjum við betri vist. Við vildum annan haga en þann, sem Guð hafði okkur fyrirhug- aðan; og svo ráfuðum við og ráfuðum, og fundum ekkert nema draf. Þvi lengra sem við ráfuðum, því átakanlegri urðu vonbrigð- in. 1 staðinn fyrir frjósöm beitilönd fórum við yfir bruna-heiðar, stingandi netlur og eggjagrjót. Engir hagar. Hvernig reyndist þér klúbburinn, þegar þú mistir barnið 'þitt? Voru þá leikfélagar þinir til mikillar hjálpar? Fanstu þá mikla huggun hjá þeim ver- aldarmönnum, sem þú þektir? Var það ekki kristinn maður, ó- breyttur og yfirlætislaus, sem sat hjá barninu þinu og veitti þér meiri huggun, heldur en veraldaiibörnin öll til samans? Og drykkjusöngvarnir allir sem þú kunnir, gátu þeir huggað þig eins vel á skilnaðarstundinni eins og eitt trúarljóð — sama ljóðið, ef til vill, sem barnið þitt söng í sunnudagsskólanum allra síðast?— “Þar sé eg fylking fríða og fagurbúna sveit, um ljóssins sali líða með ljóssins ásýnd bliða i unaðs aldinrei.t.’ Eða hafði verslunar-heimurinn nokkra sérstaka huggun að bjóða þér á þeim dimma sorgar degi ? Peningamálin voru þér til ama, þau slitu þér út, þau gjörðu þig dauð-þreyttan, þau sturluðu þig. Þú græddir peninga, en öðlaðist engan frið. Guð náði þann mann, sem hefir ekkert annað en verzlunarmálin sér til huggun- ar! — Veröldin veitti þér ekki græna haga. Enskur Ieikari nafntogaður stóö á Ieiksviði og fór meÖ hlut- verk sitt og lófaklappið glumdi, svo að undir tók um alt húsið, og margir ímynduðu sér, að hann hefði aldrei lifað glaðari stund. En það var maður sofandi beint fram undan honum; svefninn og

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.