Sameiningin - 01.03.1927, Page 18
80
sinuIeysiÖ í þeim eina manni tók frá honum alla gldöina, og hann
hrópaBi: “Vaknaðu, vaknaðu!’’
Eins fer það alt af, mitt í veraldlegri upphefð eða velsæld ;
einhver smá leiðindi fyltu huga þinn og skemdu fyrir þér bæöi
hrósið og hefðina.
ÞaS er lélegt haglendi, sem sál þín finnur á vegum heimsins.
Heimurinn hefir svikið þig, hann hefir logiö á þig, hann hefir fært
þér flest út á verra veg; hann hefir ofs'ótt þig. Hann veitti þér
aldrei neina huggun. Heimurinn er fullgóður kláfur fyrir hest
að éta úr; hann er fullgott trog fyrir svín að svelgja úr æti sitt;
en hann hefir litlar vistir að hjóða mannssálinni, sem er blóði
keypt og ódauðleg.
Hvað er sálin? Hún er von, eins há eins og hásæti Guðst
Hvað er maðurinn? “Hann er bara maður,” segir þú. Bará
syndfallinn maður. Bara maður, sem oltið hefir útbyrðis í kapp-
siglingu kaupskaparins. En hvað er þá maðurinn? Hann er
orustuvöllur þriggja heimsvelda. Hann getur með eigin höndum
fengið hald á örlögum ljóss eða myrkurs. Maðurinn! Sú lína er
ekki til, sem hann verði mældur með; þau takmörk finnast ekki,
sem lykja hann inni. Höfuð engillinn frammi fyrir hásæti Guðs
mun ekki lifa lengur en hann. Stjörnurnar munu deyja út, dg
hann mun sjá þær slokna. Hleimurinn mun brenna upp og hann
mun horfa á brunann. ótölulegar aldaraðir munu líða hjá, og
hann mun virða fyrir sér hersinguna. Maðurinn! Hann er meist-
araverk almáttugs GuSs. Og þó s'egir þú: “Hann er bara mað-
ur.” En getur slík vera þrifist á hismi úr eyðimörkinni ? —
“Ó veröld, hve valt
og vesælt og fánýtt er glysið þitt alt;
ei annað en brothætt og gljáandi gler
og glæsileg vindbóla’ og skuggi það er;
ei annað en hismi, þótt hnoss sýnist nú:
burt, hégómi, þú!”
Sumir villast í leit eftir betri högum; aðrir verða fyrir stygð
af hundum. Rakkinn fer út í hagann, og aumingja kindurnar:
flýja í allar áttir. Á augabragði eru þær búnar að rífa sig í gegn
um þyrnigarðana og hafa svamlað yfir skurðina; og týndir sauð-
ir komast aldrei heim aftur nema ibóndinn leiti þá uppi. Það er
ekkert til, eins ram-vilt eins og vilt sauðkind. Kannské að þaS
hafi verið í viðskiftahruninu 1857, eða í ofboSinu haustið 1873 að
þú fórst villur vegar. Það vantaði lítið á, að þú yrðir guðleys-
ingi. Þú sagðir: “Hvar er Guð, þegar ráðvandir menn verða
öreiga en þjófar stórgræða?” ÞiS voruð eltir af lánveitendum,