Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1927, Side 19

Sameiningin - 01.03.1927, Side 19
81 eltir af bankamönnum, eltir af óhöppum, og sumir af ykkur uríiu mannhatarar, aSrir fóru aÖ drekka, aörir yfirgáfu kristinn félags- skap og þið fóruð allir villir vega, stefnduÖ hver sína leiðl Ó menn, þá áttuÖ þið allra sízt að yfirgefa Guð. Þegar þið stóSuð mitt í rústum ykkar jarðnesku valmegunar, hvernig gátuS þið þá komist af án Guðs til að láta hann hughreysta ykkur; án Guðs til að láta hann reisa ykkur við, án GuSs til að láta hann hjálpa ykk- ur, án Guðs, til að Iáta hann frelsa ykkur ? Þið segið mér að vandræðin hafi verið svo mikil, aS ykkur hafi legið við dauða. Eg veit það. Eg skil ekki hvernig nokkur 'bátur gat flotið eina stund í þeim krqjpingi. Ekki er mér það' kunnugt, með hverju móti hver einstakur var leiddur afvega; en það fór svo fyrir ykkur öllum á einn veg eða annan; og ef þijð' gætið gert ykkur grein fyrir því, hvar þiS standið fyrir Guði, þá myndi setja að ykkur angistargrát og þiS myndið rjúfa himininn með hrópinu : “Drottinn, vertu miskunnsamur !” Ógnir Sínaí-fjalls hafa dunað yfir sálum ykkar, og þið haf- ið heyrt þessi orð, eins og í þrumu-gný: “Laun syndarinnar er dauði.” “Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.” Syndin kom inn í heiminn fyrir einn mann, og dauðinn fyrir syndina, og dauð- inn þannig er runninn til allra manna, af því að allir hafa syndg- að.” “Sú sálin sem syndgar, hún skal deyja.” Þegar Sebastópol var umsetin og skotin dundu á þeirri borg, þá hljóp eldur í tvær rússneskar fregátur úti á höfninni og loguSu þær alla nóttina, svo að eldbjarmanum sló á skjálfandi borgar- virkið. Og nú eruð þiö staddir mitt í andlegum næturvoða; og mér finst eins og skothríð og eldur og margföld neyð og sorjg muni steðja svo að ykkur, að hrollur fari um sjálfa engla Guös, sem nær ykkur eru. En síðari hluti textans opnar dyr nógu víðar til aS veita okk- ur öllum lausn, og inngöngu í sjálfan himininn. Leikið þann söng á organið meS öllum lokum frá! Leikið hann á hörpu með öll- um strengjum í samræmi! Látið óteljandi raddir bera þann söng frá himni til jarðar og frá jörð til himins : “Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum!” i , Þáð gleður mig að spámaðurinn gaf sér ekki tóm til að út- lista þetta orS — “honum.” En við vitum viÖ hvern er átt: “'Honum,” s‘em lá í jötunni; “honurn” sem sveittist blóði; “hon- um”, sem reis upp frá dauðum fyrir dýrS föðursins'; “honum,’" sem leið á krossinum. “Drottinn lét misgjörð vor allra koma niS- ur á honum.” “Ó,” segir nú einhver, “þetta er ekki göfugt; það er ekki sann-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.