Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1927, Síða 21

Sameiningin - 01.03.1927, Síða 21
83 hefir drýgt á æfinni. Kristur kemur til þín, lítur í auglit þér og segir “Eg hefi gengið í gegnum storma og þrautir. Eg er kominn til at5 bera hyríSar þínar, til aS fyrirgefa syndir þínar, til ai5 iborga skuldir þínar. Legg þær á herðar mér,; legg þær á hjarta mitt.” “Drottinn lét misgjörÖ vor allra koma niÖur á honum.” Syndin hefir nærri gert út af við ykkur suma. iHún hefir gjört ykkur hundleiða og ósanngjarna, hún hefir spilt fyrir ykkur Ijósi dagsins og friði næturinnar. Suma menn hefir syndin þakið sárum frá hvirfli til ilja. Llteimurinn veitir þeim enga fró. Heimsyndið er þeim hverfult og hégómlegt, og þegar þeir líta fram til eilífðarinnar, þá virðist þeim hún svört eins og miðnætt- ið. Þeir kveinka sér undan stingjum samvizkunnar, sem ekki gef- ur þeim von um nokkum frið, þessa heims eða annars; og þó iðr- ast þeir ekki, biSja ekki til Guðs, gráta ekki. Þeir gæta þess ekki, að þeim er Hkt komið eins og tugum og hundruí5um ogf þúsund- um manna, sem aldrei áttu nokkra von. Væri dyrum hjartnanna lokið upp á þessari stund svo að allir þeir, sem hér eru komnir gæti gefið ljósan vitnisburð um reynslu sína, þá mundum viS heyra áhrifamiklar sögur úr öllum áttum. Hér er maSur, sem mundi segja: “Eg átti viS glæsrleg kjör aS búa. Eg fékk þá beztu mentun, s'em einhver bezti háskólinn í öllu landinu gat gefiS, eg hegSaSi mér í öllum hlutum sæmlilega, en eg var fullur af sálfsþó-tta og hugðist vera fullgóSur fyrir GuSi, eins og eg er fullgóSur fyrir manna sjónum; en heilagur andi kom til mín einn dag og sagSi: ‘Þú ert syndari.’ Og hann sannfærSi mig. Því aS þótt eg hefSi komist hjá brotum viS landslögin, þá hefði eg þó drýgt þá verstu synd, sem nokkur getur drýgt, eg hafSi gert sjálfan guSssoninn út- lægan úr hjarta mínu; eg sá þaS, aS eg hafSi roSiS hendur mrnar í blóði hans. En eg tók þá aS biðja til Guðs1, og hann sendi mér hjartans friS, svo aS eg veit þaS af eigin reynzlu, aS þú s-egir satt.” , “Drottinn lét misgjörS vor allra koma niSur á honum.” Hér er annar maSur, sem segir:— “Eg var versti drykkjumaSur i allri borginni. Eg fór dag- versnandi, eySilagöi sjálfan mig; eySiIagSi heimili mitt. Börnin hlupu í felur þegar eg kom heim. Þegar þau vildu kyssa mig, þá barSi eg þau; og þegar konan mín vandaSi um viS mig, þá sparkaS eg henni út á strætiS. Eg þekki alt, sem kvelur og hræSir drýkkju- manninn. Eg fjarlægSist GuS meir og meir. Konan mín þoldi samvistina eins lengi og hún gat, en aS síSustu hvarf hún heim til foreldra sinna.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.