Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1927, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.03.1927, Blaðsíða 23
85 ’kirkjunnar. Ungi maðurínn mætti mér þar, og vi.Ö gengum inn. Þar var aldraður maður að biSjast fyrir, hann var svo líkur föi5- ur mínum, að eg gat ekki tára bundist. Fólkið var alt svo gott við mig, svo nærgætiS og alúðlegt, að eg gaf Guði hjarta mitt á þeirri stund, og eg veit af eigin reynslu, aS þú segir satt.” “Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum.” Ó, bróðir minn, hikaðu ekki; hugsaðu ekki um það, þótt höndin skjálfi, láttu það ekki aftra þér, þótt hún sé bólgin af misgjörð- um, réttu mér hönd þína eins og hún ler, og láttu mig'gefa þér handtak, hlýtt, kristið og bróðurlegt, og bjóða þér til hluttöku í miskunn, í meðlíðun, í fyrirgefningu, í sjálfu hjarta hans, sem mis- gjörS vor allra kom niður á. KastiS ‘burt syndum ykkar. BeriS þær ekki lengur. Eg boSa lausn öllum þeim, sem eru í fjötrum; fyrirgefning öllum, sem hafa syndgaS, og líf öllum þeim sem dauðir eru. :Það kemur hér einhver í dag, og eg vík til hliðar. Hann gengur upp þrjár tröppurnar og kemur hingað; eg verð aS víkja til hliðar. Hann staSnæmist þarna og heldur upp höndunum; það eru í þeim naglaför. Bann sveipar skikkjunni til hliSar og sýnir ykkur sár í hjartastað. “Ert þú þreyttur?” segi eg. “Já,” segir hann, ‘eg hefi boriS böl heimsins. “Hvaðan kemur þú?” segi eg. “Eg kem frá höfuðskeljastað,” segir hann. “Hver kemur meS þér?” segi eg. “Enginn,” segir hann, “eg hefi aleinn troðiÖ vín- lagarþróna”. “Hví kemur þú hér?” spyr eg. “ Eg kem,” segir hann, til að bera syndir og sorgir alls lýðsins.” Og hann ikrýpur niÖur og segir: “VarpiÖ öllum yðar sorgum og syndum á herðar mér!” Eg finn til eigin synda minna, og eg tek þær o.g1 varpa þeim á herSar Krists og segi: “Getur þú boriö meira?” “Já> meira,” segir hann. Þá tek eg saman misgjörSir hundraÖ manna í húsi þessu, varpa á heröar hans og segi: “Getur þú boriö meira?” “Já, meira,” segir hann. Þá tek eg saman allar misgjöröir hvers einasta manns í söfnuði þessum og varpa þeim enn á herÖar svni ’Guðs. “Getur þú borið meira?” spyr eg. “Já,” segir hann, “meira enn.” En hann gengur út. ÞokiÖ úr vegi frá honum, syni GuSs! OpniS dyrnar og Ieyfiö honum útgöngu ! Hann ber syndir yklear burt. ÞiS sjáiS þær aldrei framar. Hann varpar þeim niður í undirdjúpin, og falIiS bergmálar fyrir eyrum ykkar, en þeirra veröur ekki minst framar. “Drottinn lét misgjörS vor allra koma niður á honum.” Viltu láta hann taka við syndum þínum nú, eða segir þú: “Eg. ætla að sjá um þær sjálfur. Læt engan leysa mig af hólmi. Legg á eigin ábyrgS út í eilíföina.”

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.