Fréttablaðið - 16.03.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.03.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag Sími: 512 5000 LÖGREGLUMÁL Þrír menn, tveir sautján ára og einn 23 ára, hafa verið ákærðir fyrir innbrot á 75 heimili, langflest á bilinu frá október í fyrra og til áramóta. Þegar mennirnir létu mest að sér kveða, í október og nóvember, voru þeir að verki í drjúgum hluta allra inn- brota í heimahús á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir, allir pólskir, hafa játað öll brot- in. Þeir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan um miðjan janúar. Þeir vildu í upphafi lítið kann- ast við málið en hafa verið mjög samvinnu- þýðir á síðari stigum og játningum þeirra ber saman í meginatriðum, að sögn Árna Þórs Sigmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Tryggingafélög hafa þegar greitt út um 30 milljónir til þeirra sem brotist var inn hjá, bæði vegna glataðra muna og tjóns á húsnæði. Tryggingar dekka þó einungis hluta tjónsins auk þess sem margir voru alls ótryggðir, og því þykir ljóst að milljónirnar 30 eru aðeins brot af tjóninu sem hlaust af glæpum mann- anna. Málið, og ákæran sem af því leiðir, er risa- vaxið að sögn Árna. Til marks um það er að tveir lögreglumenn hafa ekki gert annað frá áramótum en að rannsaka það. „Ég hef aldrei séð stærra mál af þessu tagi,“ segir hann. Fjórði maðurinn, Pólverji um þrítugt, er einnig í varðhaldi og verður senn ákærður fyrir að hafa keypt þorrann af öllu þýfinu úr innbrotum þremenninganna og selt áfram. Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu hafði yfirumsjón með rann- sókninni á þætti hans og segir að maðurinn hafi að líkindum hagnast um nokkrar milljón- ir á milligöngunni. Ekkert fé hafi þó fundist. Margeir segir að ekki liggi fyrir hvort mað- urinn hafi beinlínis gert þremenningana út af örkinni til innbrota. Lögregla hefur rætt við um þrjátíu manns sem keyptu af honum þýfi og segir Margeir að tíu til tólf þeirra megi eiga von á ákæru fyrir að hafa gert það vitandi að um þýfi væri að ræða. Lagt var hald á lítinn hluta þýfisins í fórum mannsins og viðskiptavina hans. Margeir segist merkja að nú sé ný innbrota- alda af sama toga tekin að rísa. „Nú er þetta byrjað aftur. Ekki í eins miklum mæli, en þetta byrjaði hægt þá og virðist gera það líka núna,“ segir hann. Lögregluyfirvöld telja mennina fjóra hluta af skipulögðu glæpagengi Pólverja og Litháa hérlendis, einu fjögurra gengja sem nú skipti með sér íslenskum undirheimum. - sh Miðvikudagur skoðun 10 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Ólafur Eggertsson og Guðný A. Valberg á Þorvaldseyri rísa tvíefld úr öskunni með nýjung í ferðaþjónustu. Opna gestastofuá gosafmæli G estastofa með minjum, kvikmynd og ljósmyndum tengdum gos-inu í Eyjafjallajökli verður opnuð neðan við Þjóðveg 1, andspænis Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, 14. apríl. Þann dag er eitt ár liðið frá því gosið hófst. „Ákveðið var um síðustu áramót að fara í þetta verkefni. Við viljum gjarnan kynna fyrir fólki hvernig eldgosið hagaði sér, hvernig við lifðum með því og hver framvindan hefur verið. Það er allt að því skylda okkar, þetta var heimsatburður,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, sem stendur að gestastofunni ásamt fjölskyldu sinni Já þósvo að um litlar hamfarir væri að ræða í samanburðigerst í Japan sköpuðust þær ðallan h i Vegabréfið þarf að vera í lagi. Einn af hverjum tíu ferðalöngum lendir í vandræðum á flugvelli sökum þess að vegabréf er útrunnið eða skammt er eftir af gildistíma Þess. Þetta er niðurstaða könnunar í Bretlandi á orsökum þess að ferðamönnum er meinað að fljúga. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerískgæðavara Amerískgæðavara Heildsöludreifing • Skemmuvegur 10 • Sími 567 1330 • www.hringas.is • Vörn gegn frosti og tæringu• Hentugt fyrir alla málma• Eykur endingartíma• Kemur í veg fyrir gerlamengun • Vörn allt niður að -30°C• Engin eiturefni – umhverfisvænt• Léttir dælingu fyrir hita og kælikerfi frostlögur Umhverfisvænn Bonito ehf. Friendtex Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 Opnunartími:miðvikud.-föstud. kl. 11:00 - 18:00 laugard.11:00 - 16:00 LAGERSALA ÓTRÚLEG VERÐBUXUR FRÁ KR.1.000.-PEYSUR FRÁ KR.1.000.- BOLIR FRÁ KR. 1000.- BARA SKEMMTILEGT Sögurnar... tölurnar... fólkið... Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 LÉTTIR Á GRIKKJUM Leiðtogar evruríkjanna komust um helgina að samkomulagi um að efla verulega björgunarsjóð- inn sem stofnaður var á síðasta ári til að takast á við skuldavanda einstakra evruríkja. Jafnframt ákváðu þeir að létta nokkuð kostn- aði af Grikkjum við lánin sem þeir fengu úr sjóðnum, bæði með því að lækka vexti um eitt prósent og lengja lánstímann í sjö og hálft ár. Markaðir brugðust vel við þessu strax á mánudag og högnuðust Grikkir mest á því. ÚTFLUTNINGUR STÖÐVAST Olíuútflutningur frá Líbíu hefur stöðvast nánast alveg vegna átak- anna í landinu. Alþjóðlega orku- Skattamál Finnur Oddsson svarar Indriða H. Þorlákssyni 6 Reitir Setja markið á Kauphöllina 2 Eignarhald í atvinnulífinu Kortlagt af Samkeppniseftirliti 3-4 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 16. mars 2011 – 5. tölublað – 7. árgangur Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Nauðsynlegt er að skoða alla möguleika á rekstrar-legri hagræðingu sparisjóðanna. Eftir sameiningu SpKef og Landsbankans er enn brýnna en áður að taka sameiningar sparisjóðanna til skoðunar, jafn-vel í einn sparisjóð, að sögn Elínar Jónsdóttur, for-stjóra Bankasýslu ríkisins. Hún segir ljóst að sam-runi Landsbankans og SpKef í síðustu viku hafi breytt myndinni töluvert. Fyrir samrunann lá fyrir að lækka þyrfti kostnað og hagræða í sparisjóðakerfinu, svo sem með því að leita leiða til að lækka kostnað við aðkeypta þjónustueins og upplý i t k iþjó ekki útilokað að Byr verði gerður að sparisjóði á ný. Gangi það eftir er líklegt að hann verði það hryggj-arstykki sparisjóðakerfisins sem SpKef átti að verða.Ætla má að sparisjóðakerfið h fi k Skoða sameiningu allra sparisjóðanna Þrjár tillögur eru að framtíðarskipulagi sparisjóðakerfisins. Sparisjóðirnir gætu orðið fjórir. Enn er óvíst með Byr. S P A R I S J Ó Ð A K E R F I Ð Lykilþættir Fyrir yfirtöku Eftir yfirtöku Breyting Heildareignir* 163,5 65,5 -60% Fjöldi starfsmanna 280 152 -46% Fjöldi útibúa 39 23 -41% Hlutfall af útibúum í landinu 33% 20% -39% * Í milljörðum króna Arion Banki stendur fyrir því þessa dagana að mennta 47 starfs- menn sem fjármálaráðgjafa í há- skólanum á Bifröst og munu þeir framvegis starfa í útibúum bank- ans. Markmiðið mun vera að bæta þjónustuna. Samhliða þessu verður hagrætt í útibúanetinu og verða þrjú útibú á höfuðborgarsvæðinu sameinuð í eitt í næstu viku. Færri og stærri útbú er liður í því að færa ákvörð- unarvald frá höfuðstöðvum bank- ans í Borgartúni yfir til útibúa. Engum verðu t Hagrætt í Arion Banka SAMEINAÐ Sérstaklega menntaðir fjármálaráðgjafar verða framvegis í útibúum Arion banka. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Markaðurinn 16. mars 2011 62. tölublað 11. árgangur Ég hef aldrei séð stærra mál af þessu tagi. ÁRNI ÞÓR SIGMUNDSSON AÐSTOÐARYFIRLÖGREGLUÞJÓNNStelpur í dauðarokki Gyða Hrund og Edda semja lög fyrir dauðarokkssveitina Angist í saumaherbergi. fólk 26 FYRIRLESTRA- MARAÞON HR FYRIRLESARAR VIÐFANGSEFNI Á MORGUN KL. 12:30–16:30 Allir velkomnir! Kynntu þér dagskrána á www.hr.is 42 KOMIN AFTUR! ÓDÝRT FYRIR ALLA! Nýr tilboðsbæklingur í dag VERSLUN Þórir Sigurbjörnsson, kaupmaður í versluninni Vísi við Laugaveg, afgreiddi viðskiptavini sína í síðasta sinn í gær. Hann ætlar að setjast í helgan stein eftir langa vakt. „Það stendur margt til. Við hjón- in höfum komið okkur upp ýmsum áhugamálum eins og að ferðast um landið, leika golf og veiða sil- ung og við ætlum að sinna þeim,“ sagði Þórir. Langur kafli ævi hans og raun- ar fjölskyldunnar allrar er að baki. Vísir var stofnaður 1915 en Sigurbjörn Björnsson, faðir Þóris, keypti verslunina 1948. Á barns- aldri byrjaði Þórir að sendast og annast önnur léttaverk fyrir föður sinn. 1959 tók hann við rekstrinum og eignaðist svo búðina 1974. „Ég hætti mjög sáttur enda hefur þetta verið afbragðstími. Bæði hef ég verið heppinn með samstarfsfólk og eins hafa við- skiptavinirnir skemmt mér alveg stórkostlega. Síðustu árin hafa svo barnabörnin mín unnið hérna með mér og það hefur gefið mér mikið og þeim vonandi líka margt gott.“ Þórir býr í efri byggðum borg- arinnar en ætlar að halda áfram að koma í miðborgina þótt ekki sæki hann þangað vinnu. „Ég þarf að heimsækja þá sem ég þekki og hef verið kunnugur ára- tugum saman. Það er ekki hægt að slíta því sambandi.“ Þótt Þórir hafi kvatt held- ur Vísir áfram. „Það tekur afbragðsfólk við,“ segir Þórir en Sigurður Guðmundsson kaup- maður hefur fest kaup á Vísi og hyggst reka í óbreyttri mynd. - bþs Þórir Sigurbjörnsson hættur verslun í Vísi eftir meira en hálfa öld við búðarborðið: Langur kafli ævinnar að baki KVATT Þórir Sigurbjörnsson kvaddi marga trausta viðskiptavini í Vísi í gær. Í þeim hópi var Sigurveig Káradóttir. Hún hefur skipt lengi við Þóri og fyrir nokkrum árum urðu viðskiptin gagnkvæm þegar hún hóf að framleiða hollustukökur sem seldar eru í Vísi og víðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Metsöluhöfundur Sigrún Lilja Guðjónsdóttir gerir það gott í Banda- ríkjunum með nýrri bók. fólk 26 Hafa játað á sig 75 innbrot Þrír hafa verið ákærðir fyrir tugi innbrota fyrir jól. Þeir játa sök. Milligöngumaður með þýfið senn ákærður, sem og um tugur kaupenda. Ný innbrotaalda sögð að rísa. Taldir meðlimir í skipulögðum glæpasamtökum. SNJÓKOMA eða slydda suð- austan- og austanlands en él allra vestast. Vindur fremur hægur víðast hvar. Frostlaust með austur- ströndinni en annars frost allt að 8 stigum í innsveitum. VEÐUR 4 -3 -5 -2 0 -1 JAPAN Draga tók úr geislavirkni í nágrenni Fukushima-kjarnorku- versins í norðurhluta Japans síð- degis í gær. Geislamengun hafði sloppið úr kjarnorkuverinu og valdið neyðarástandi í tuga kíló- metra radíus. Í gærkvöldi, að íslenskum tíma, gerðu veðurspár ráð fyrir því vindurinn myndi feykja mengun- inni að mestu út yfir Kyrrahafið að sinni. Kjarnorkuverið laskað- ist illa í jarðskjálftanum mikla á föstudag. Óttast er að minnst tíu þúsund manns hafi látist í ham- förunum. Yfirvöld hafa skipað fólki í 20 til 30 kílómetra fjarlægð frá því að halda sig ýmist innandyra eða yfirgefa svæðið. Þá hefur flugumferð verið bönnuð 30 kíló- metra umhverfis kjarnorkuverið. Sterkir eftirskjálftar hafa hald- ið áfram að valda usla í landinu. Í gær reið síðan yfir skjálfti, 6,2 á Richter, sem átti upptök sín skammt suðvestan af Tókíó og taldist ekki eftirskjálfti. Hann skók hús í borginni og olli nokk- urri ringulreið. - sh / sjá síðu 6 Mengun fýkur á haf út í Japan: Dregið hefur úr geislavirkninni Hernández var hetjan United og Inter Milan komust í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í gær. sport 22

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.