Fréttablaðið - 16.03.2011, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN16. MARS 2011 MIÐVIKUDAGUR4
Ú T T E K T
Forsvarsmenn margra fyrir-tækja hafa síðastliðin tvö ár kvartað yfir skekktri sam-keppnisstöðu eftir efna-
hagshrunið og ítökum banka í
fyrirtækjarekstri. Þetta kemur
hvað skýrast fram í niðurstöðum
nýlegrar könnunar Viðskiptaráðs
en þar taldi rúmur helmingur fyr-
irtækja sig í beinni eða óbeinni
samkeppni við hið opinbera. Þetta
er fjórðungi fleiri fyrirtæki sem
telja stöðuna hafa versnað frá
sambærilegri könnun um svipað
leyti í fyrra.
Í áliti Viðskiptaráðs segir að
áhyggjuefni sé hversu mikil aukn-
ingin er á milli ára enda kunni það
að draga úr þrótti atvinnulífsins.
Því þurfi að skerpa á skilum á
milli hins opinbera og einkaaðila
með því að flýta fyrir sölu á fyr-
irtækjum í eigu fjármálastofnana.
„Hvort sú aukning [er] merki að
fleiri fyrirtæki séu nú í óbeinni
eigu hins opinbera eða hvort fyrir-
tæki í opinberri eigu séu að sækja
í sig veðrið er erfitt að segja til
um,“ segir í áliti Viðskiptaráðs.
Samkvæmt niðurstöðum könn-
unarinnar gætir samkeppninnar
við hið opinbera að mestu í smá-
og heildsölu, þjónustugreinum
og orku- og umhverfisstarfsemi.
Staða fyrirtækja hljóti að bjagast
ef samkeppnisaðilinn nýtur styrk-
leika bakhjarls á við hið opinbera.
„Skerpa þarf skil á milli hins
opinbera og einkaaðila með því
að flýta sölu á fyrirtækjum í eigu
fjármálastofnanna. Það getur
hvorki talist æskilegt né eðlilegt
að umtalsverður hluti fyrirtækja
sé í beinni eða óbeinni ríkiseigu,“
segir í álitinu.
STRAUMHVÖRF Í HRUNINU
„Strax við bankahrunið þá blasti
það við öllum að bankarnir myndu
hafa mikið um líf og dauða fyrir-
tækja að segja. Við beindum þá
áliti til stjórnvalda og bankanna,
sem ríkið hafði þá tekið yfir, sem
fól í sér tíu kjarnareglur um sam-
keppni sem við mæltumst til að
þeir hefðu að leiðarljósi við endur-
skipulagningu fyrirtækja,“ segir
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins.
Í framhaldinu hefur Samkeppn-
iseftirlitið fjallað mikið um end-
urskipulagningu banka á atvinnu-
fyrirtækjum. Þá hefur hlutverk
lífeyrissjóðanna í endurskipu-
lagningunni einnig komið til at-
hugunar, einkum í tengslum við
athugun á yfirtöku Framtaks-
sjóðs Íslands á eignarhaldsfélag-
inu Vestia. „Við höfum í gegnum
þau tæki sem við höfum leitast við
að hafa jákvæð áhrif á þessi við-
fangsefni. Það er gríðarlega mik-
ilvægt hvernig bankarnir og líf-
eyrissjóðirnir feta sig út úr þess-
ari stöðu,“ segir Páll Gunnar.
Mikið bar á eftirlitinu eftir
efnahagshrunið. Strax í nóvem-
ber 2008 birti það skýrslu þar sem
dregin var upp mynd af fimmtán
mikilvægustu samkeppnismörk-
uðunum þar sem bent var á leið-
ir til þess að draga úr svoköll-
uðum aðgangshindrunum, þ.e.
hindrunum sem lítil fyrirtæki
og ný standa frammi fyrir þegar
þau reyna að vaxa og dafna við
hlið stærri fyrirtækja. Á meðal
þeirra markaða sem Samkeppnis-
eftirlitið fjallaði um í skýrslunni
voru matvörumarkaðir, fjarskipti,
fjármálamarkaðir og flutninga-
markaðir.
„Við bentum á ýmsar lausnir
sem stendur bæði upp á stjórnvöld
og fyrirtæki á markaði að beita
sér fyrir. Við höfum síðan verið að
vinna út frá þessari stefnumörkun
sem við lögðum upp með í nóvem-
ber 2008 og tekið fjölda mála til
skoðunar á þessum grunni, beint
álitum til stjórnvalda og tekið upp
rannsóknir gagnvart fyrirtækj-
um,“ segir Páll Gunnar.
AFSKIPTI AF YFIRTÖKUM
Í hvert sinn sem banki hefur tekið
yfir fyrirtæki ber honum að til-
kynna það til Samkeppniseftirlits-
ins, sem fjallar um málið. Lítið
var um að slíkar yfirtökur væru
tilkynntar fyrr en á seinni hluta
ársins 2009.
Með úrskurði áfrýjunarnefndar
samkeppnismála í janúar í fyrra
komst nefndin að þeirri niður-
stöðu að Samkeppniseftirlitið
hefði nokkuð víðtækar heimildir
til að setja slíkum yfirtökum skil-
yrði. Síðan þá er Samkeppniseftir-
litið búið að setja um tuttugu yfir-
tökum banka á atvinnufyrirtækj-
um ítarleg skilyrði.
SÖLUFRESTIR
„Staðan er erfið þegar banki
hefur ekki bara það hlutverk að
sinna fjármálaþjónustu heldur
er líka eigandi tiltekinna fyrir-
tækja á viðkomandi mörkuðum,“
segir Páll Gunnar og bendir á að
á meðal skilyrðanna sé að bank-
arnir selji fyrirtæki sem þeir hafi
tekið yfir innan tiltekins tíma-
frests. Frestirnir eru mislangir
og ráðast af aðstæðum í hverju til-
viki. „Í sumum tilvikum hafa fyr-
irtæki þegar verið seld en í öðrum
tilvikum hefur ekki reynt á tíma-
frestina enn,“ segir Páll.
Einnig hefur Samkeppniseftir-
litið leitast við að draga úr hættu
á hagsmunaárekstrum, m.a. með
því að mæla fyrir um að fyrirtæki
í eigu banka séu rekin í sérstöku
eignarhaldsfélagi utan bankans.
Þá mega stjórnendur banka ekki
skipta sér af því við hvaða fyr-
irtæki þau eiga í viðskiptum við.
„Bankarnir mega ekki búa til við-
skiptablokkir þar sem fyrirtæki
í þeirra eigu eiga í viðskiptum
hvert við annað. Bankarnir verða
að fylgja þessu eftir,“ segir Páll
Gunnar.
„Það liggur í augum uppi að
mörg fyrirtæki eru í eigu eða í
mjög ríkum tengslum við bank-
ana. Það eitt og sér getur skapað
hættu á blokkamyndun. Skýrasta
myndin af samkeppnishindrun-
um sem af slíkum blokkum getur
hlotist er þegar fyrirtæki innan
sömu blokkar eiga einvörðungu
viðskipti sín á milli og sniðganga
aðra valkosti. Við erum að fást við
það í þessum skilyrðum sem við
setjum, bæði gagnvart bönkunum
og Framtakssjóðnum sem nýlega
Samkeppniseftirlitið kortleggur
eignarhald atvinnulífsins
VELDU FYRIRTÆKI Samkeppniseftirlitið er með fimmtán yfirtökur banka og lífeyrissjóða á íslenskum stórfyrirtækjum undir virku eftirliti. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND
Stór hluti fyrir-
tækja landsins lenti
í faðmi bankanna
þegar efnahags-
lífið fór á hliðina fyrir
rúmum tveimur árum.
Samkeppniseftirlitið
hefur sett bönkunum
skilyrði um eignar-
haldið með það fyrir
augum að koma í veg
fyrir misvægi á mark-
aðnum. Jón Aðalsteinn
Bergsveinsson skoðaði
málið og ræddi meðal
annars við Pál Gunnar
Pálsson, forstjóra
Samkeppniseftirlitsins.